Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
60 BLÓÐRÁSIN Blóðrás líkamans • Blóðið verður að vera í hringrás um líkamann til þess að súrefni, næringarefni og úrgangsefni flytjist til frumnanna og frá þeim. Hjartað heldur blóðrásinni gangandi. • Æðar sem flytja blóðið frá hjartanu kallast slagæðar og bláæðar flytja blóðið aftur til hjartans. Þar á milli eru allra grennstu æðarnar, háræðarnar. • Blóðrásin er úr tveimur hringrásum. Litla hringrásin er bara um hjartað og lungun. Stóra hringrásin liggur um hjartað, til allra líffæra líkamans og aftur til baka til hjartans. • Líkaminn stýrir streymi blóðsins til hinna ýmsu líffæra. Þegar við erum nýbúin að borða er mikið blóðstreymi til smáþarmanna og þegar við reynum mikið á okkur eykst blóðflæðið til vöðvanna. • Hjartað er tvöföld dæla. Hægri dælan er hægri gátt og hægra hvolf og sú vinstri er vinstri gátt og vinstra hvolf. Hægri hjartahelmingurinn dælir blóði um litlu hringrásina og sá vinstri dælir blóði um stóru hringrásina. • Lokur í hjartanu koma í veg fyrir að blóðið streymi í öfuga átt. • Sláttur hjartans þrýstir blóðinu áfram eftir æðunum undir tilteknum þrýstingi. Blóðþrýstingurinn er hæstur í stóru slagæðunum og lægstur í bláæðunum. • Afkastageta hjartans hefur mikil áhrif á þol okkar og líkamsástand. Líkamsrækt og hæfileg áreynsla styrkir hjartað og bætir þolið. Blóðið og ónæmiskerfið • Blóðið skiptist í blóðvökva, sem er rúmur helmingur af rúmmáli blóðsins og blóðfrumur sem eru tæpur helmingur rúmmálsins. • Allar tegundir blóðfrumna myndast úr blóðstofnfrumum í beinmerg. • Mikilvægasta hlutverk rauðkornanna er að flytja súrefni til allra frumna líkamans. Blóðrauðinn gegnir lykilhlutverki í þeim flutningi. • Blóðflögur eru ein tegund blóðfrumna og þær sjá einkum um að láta sár gróa. Þær valda því að blóðið storknar. • Hvítkornin eru mikilvægur þáttur í ónæmiskerfi líkamans. Þau vernda okkur gegn veirum, bakteríum og öðrum framandi hlutum og efnum. • Vessinn er í vessaæðum og í honum eru mörg hvítkorn. Eitlarnir og miltað gegna mikilvægu hlutverki í vörnum líkamans. • Átfrumur, T-frumur og B-frumur eru mismunandi tegundir hvítkorna. Þær starfa saman og berjast gegn til dæmis bakteríu- og veirusýkingum. Veiran, sem veldur alnæmi, skaðar ónæmiskerfi líkamans. • Ónæmiskerfið býr yfir„minni“. Menn færa sér það í nyt við bólusetningar gegn ýmsum sjúkdómum. 3.1 3.2 Háræðar. Kransæðar hjartans. Æð og blóðfrumur. Blóðið storknar. Hvítkorn gleypir bakteríu. SAMANTEKT
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=