Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

59 BLÓÐRÁSIN Ef lifrin skemmist Lifrin getur orðið fyrir skaða af langvarandi álagi við að fást við eitruð efni. Áfengi er helsta orsök lifrarskaða. Þeir sem drekka mikið áfengi og í langan tíma eiga á hættu að fá skorpulifur . Þetta er alvarlegur sjúk­ dómur því að lifrin hættir nánast algerlega að starfa. Sumir sýklar, til dæmis lifrarbólguveira , geta valdið bólgu í lifur. Bólgunni fylgja oft verkir í kviði og ýmis litarefni í blóði losna ekki út með gallinu heldur verða eftir í blóðinu og húðin getur þá orðið gulleit; fólk fær gulu . Þeir sem hyggja á ferðalög til landa, þar sem lifrarbólga er algeng, geta fengið bólusetningu gegn sjúkdómnum. 1 Hver eru mikilvægustu störf nýrna? 2 Nefndu sjúkdóma sem hægt er að greina með þvagprófi. 3 Hvaða næringarefni getur lifrin geymt? 4 Hvernig myndast þvagið? 5 Hvaða efni síast úr blóði yfir í nýrun og hvaða efni verða eftir? 6 Hver eru helstu hlutverk lifrarinnar? 7 Hvernig stjórna nýrun vökvajafnvægi líkamans og blóðþrýstingi? 8 Lýstu því sem gerist í nýrungunum sem eru í milljónatali í nýrunum. Gula lýsir sér oft með því að húðin og augnhvítan verða gulleit. Nefndu nokkrar ástæður sem geta valdið gulu. Húðin og augnhvítan hjá þeim, sem eru með sjúkdóma í lifur eða gallrásinni, verða oft gulleit. Þetta kallast gula. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=