Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

57 BLÓÐRÁSIN Við erum vön því að hafa nægan aðgang að drykkjarvatni. Í mörgum heims­ hlutum er hreint vatn alger forréttindi. Stjórnun vökvajafnvægis og blóðþrýstings Nýrun sjá líka til þess að ávallt sé hæfilega mikið af steinefnum og vökva í líkamanum. Nýrun stjórna þessu með því að sleppa mismiklum vökva út með þvaginu. Ef við svitnum til dæmis mikið halda nýrun í vökva með því að framleiða minna þvag. Þá pissum við minna þvagi sem verður sterkara (rammara). Ef við drekkum hins vegar mikið pissum við meira og þvagið verður þynnra. Sterkt þvag hefur sterkan, gulan eða jafnvel rauðgulan lit, en þunnt þvag er nær því að vera litlaust. Magn vökva í líkamanum hefur áhrif á blóðþrýstinginn . Nýrun eiga mikinn þátt í að halda blóðþrýstingnum eðlilegum. Ef þrýstingurinn verður lágur bregðast nýrun við og framleiða minna þvag. Þá verður meiri vökvi eftir í blóðinu og blóðþrýstingurinn hækkar. Þvagpróf til að greina sjúkdóma Ef þvagsýni er tekið hjá fólki má greina suma sjúkdóma með ýmiss konar prófum. Ef fólk er til dæmis með sýkingu í þvagfærum leiðir þvagpróf í ljós að bakteríur eru í þvaginu. Í blóði fólks með sykursýki getur verið svo mikill sykur að hann losnar út með þvaginu. Sumir nýrnasjúkdómar valda því að prótín losna út með þvagi. Einfalt þvagpróf getur skorið úr um það hvort sykur eða prótín eru í þvaginu, svo og önnur efni sem eiga að jafnaði ekki að vera þar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=