Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

56 hreinsistöðvar ... Hreinsistöðvar líkamans Úrgangur frumnanna er fluttur frá þeimmeð blóðinu Í frumum líkamans eru sífellt í gangi efnahvörf þar sem úrgangs­ efni myndast. Koltvíoxíðið er dæmi um slíkt efni. Úrgangsefnin eru fjarlægð með blóði og vessa og losuð úr líkamanum á mismun­ andi vegu. Koltvíoxíðið, sem myndast við bruna í frumunum, er flutt til lungnanna og það losnar úr líkamanum með útöndunarloftinu. Nýrun og lifrin sjá hins vegar um að fjarlægja meginhluta úrgangs­ efnanna úr blóðinu. Þessi líffæri eru hreinsistöðvar líkamans. Nýrun sía blóðið Blóðið síast í nýrunum. Nýrun sía úr því úrgangsefni og heilmikið vatn. Blóðfrumur og stórar sameindir á borð við prótín og sykur fara aldrei úr blóðinu. Meginhluti vatnsins er síðan tekinn upp aftur í blóðið en eftir verður örlítið vatn og úrgangsefni sem mynda þvag . Þegar blóðið hefur verið hreinsað í nýrunum berst það aftur inn í meginblóðrásina um nýrnabláæðarnar. Þvagið sem myndast berst í þvagpípurnar og þaðan í þvagblöðr­ una þar sem það geymist. Efst í þvagrásinni, sem liggur frá þvag­ blöðrunni, er hringvöðvi. Með honum getum við haldið í okkur, jafnvel þótt við séum í spreng. Þegar við pissum slökum við á þessum hringvöðva og þvagið rennur út um þvagrásina . 3.4 Milljónir smárra hreinsistöðva Í hvoru nýra er um það bil ein milljón örsmárra hreinsistöðva, sem kallast nýrungar, og eru hver og ein aðeins um tíundi hluti úr millimetra í þvermál. Hver nýrungur er hylki sem umlykur örsmáar háræðar. Í háræðunum þrýstist vatn, steinefni og úrgangsefni úr blóðinu og yfir í hylkið. Vökvinn í hylkinu heitir frumþvag. Um 1500 lítrar af blóði fara gegnum nýrun á hverjum sólarhring og við það myndast um 180 lítrar af frumþvagi á sama tíma. Teikningin hér til hliðar sýnir nýrung. Úr hylkinu streymir frumþvagið út í nýrnapíplu og þar er mestur hluti vatnsins og steinefnanna tekinn aftur upp í blóðið. Eftir verður endanlegt þvag, um það bil 1,5 lítrar á sólarhring, með þvagefni og öðrum úrgangsefnum. Þvagrás Þvagpípa Þvagblaðra Nýra Nýrnaslagæð flytur blóð til hreinsunar Nýrnabláæð með hreinsað blóð Hylki með háræðum Frumþvag Slagæð Bláæð með hreinsuðu blóði Nýrnapípla Endanlegt þvag til þvagpípu Á hverjum sólarhring streyma um 1500 lítrar af blóði gegnum nýrun. Úr þessu blóði myndast um einn og hálfur lítri af þvagi. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=