Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

55 BLÓÐRÁSIN Þegar ónæmiskerfið bregst ekki rétt við Við getum orðið veik vegna þess að ónæmiskerfi okkar starfar ekki rétt. Ofnæmi , til dæmis exem, astmi og heyof­ næmi, stafar af því að hvítkornin bregðast of harkalega við tilteknum efnum. Varnarfrumurnar láta þá frá sér efni sem valda bólgu og öðrum einkennum. Ónæmiskerfið getur brugðist þannig að það greinir ekki réttilega milli þess sem er líkamanum eðlilegt og þess sem er honum framandi. Það getur orðið til þess að varnarfrumurnar ráðast á eigin frumur í líkaman­ um. Sykursýki hjá börnum orsakast til dæmis af því að ónæmiskerfið eyðileggur frumurnar í brisinu sem fram­ leiða hormónið insúlín. Gigtarsjúkdómar stafa af því að varnarfrumur líkamans ráðast á liðina og valda bólgu, stirðleika og verkjum. 1 Hvað geta læknar lesið úr hjartarafriti? 2 Eftir hverju er læknir að hlusta þegar hann notar hlustpípu til þess að hlusta hjartað? 3 Nefndu dæmi um hvað blóðpróf getur leitt í ljós. 4 Hvers vegna er nauðsynlegt að meðhöndla háan blóðþrýsting? 5 Hvernig lýsir hvítblæði sér? 6 Hvað er æðakölkun? 7 Hvað gerist þegar fólk fær hjartaáfall? 8 Hvers vegna er óheppilegt fyrir mann með smitsjúkdóm að reyna mikið á sig? 9 Hvað gerist ef fólk fær ofnæmislost? Hvað gerist þegar fólk fær slag? Hvers vegna heldur þú að æðakölkun sé svo algeng sem raun ber vitni í velferðarþjóðfélögumVesturlanda? Hvað veldur því að æðakölkun getur valdið margvíslegum sjúkdómum? Gerðu grein fyrir þeim atriðum sem skipta mestu máli. Heimilisdýr geta verið skemmtileg, en eru þó oft til mikilla vandræða fyrir þá sem eru með ofnæmi. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.3 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=