Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

54 BLÓÐRÁSIN Æðakölkun og hjartakveisa Sjúkdómar í hjarta og æðum orsaka um þriðjung allra dauðs­ falla hér á landi og árlega deyja hér um 700 manns af þessum völdum. Æðakölkun (fituhrörnun) er algeng orsök sumra þess­ ara sjúkdóma. Æðakölkun lýsir sér með því að fita og kalk sest innan á veggi æðanna svo að þær verða þröngar og missa teygjanleika sinn. Tóbaksreykingar, hár blóðþrýstingur og mikil blóðfita ýta undir æðakölkun. Kölkun í kransæðum er algengur kvilli hjá eldra fólki. Þá fær hjartavöðvinn of lítið súrefni því að rennsli blóðsins um þessar æðar verður þá minna en eðlilegt er. Ef kransæðarnar flytja ekki nægilegt blóð fylgir því oft sár verkur fyrir brjósti, einkum við áreynslu. Verkurinn kallast hjartakveisa eða hjarta­ verkur . Hjartaáfall og heilablóðfall Æðakölkun eykur einnig hættuna á að blóðtappar myndist, en þeir geta stíflað æðarnar. Ef ein eða fleiri kransæðar í hjartanu stíflast fær fólk hjartaáfall . Hluti hjartavöðvans fær þá ekkert blóð og sá hluti skemmist vegna súrefnisskorts. Þeir sem fá hjartaáfall verða að komast sem fyrst á sjúkrahús. Verkir fyrir brjósti geta stafað af mörgum öðrum orsökum. Margt ungt fólk getur fundið stingi fyrir brjósti í nokkrar sek­ úndur. Þessir stingir eru algerlega hættulausir og eru oft vegna taugaboða sem koma frá taugum við rifbeinin eða magann. Heilablóðfall stafar af því að blóðtappi stíflar æð í heila. Þetta er algengara en heilablæðing , sem stafar af því að æð opnast í heila og veldur blæðingu inn í vefina umhverfis. Heilablóðfall og heila­ blæðing eru stundum kölluð einu nafni slag . Bólga í hjartavöðva Algengar veiru- eða bakteríusýkingar geta stundum náð til hjartavöðvans og valdið hjartavöðvabólgu . Þótt hún sé oftast hættulítil getur hún stundum leitt til breytinga á takti hjart­ sláttarins svo að hjartað dælir verr en venjulega. Mikil áreynsla er óheppileg ef fólk er með sýkingu því að það eykur hættuna á hjartavöðvabólgu. Þess vegna skaltu ekki fara í ræktina eða á íþróttaæfingu ef þú ert með kvef eða hita. Veggur slagæðar hjá barni er sléttur og hreinn, en hjá fullorðnu fólki getur hann verið ósléttur og þakinn hrúðri úr fitu og kalki. Grannar æðar geta þá lokast algerlega. Með sérstakri tækni getum við greint breytingar í kransæðum á röntgenmynd. Við hjartaáfall lokast ein eða fleiri af kransæðunum. Hrein slagæð Fita og kalk minnkar blóðflæði Stífluð slagæð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=