Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

53 BLÓÐRÁSIN Hvítblæði – krabbamein í blóði Hvítblæði er sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist hjá um það bil 20 manns á ári hér á landi. Sjúkdómurinn lýsir sér með því að hvítkornin fjölga sér stjórnlaust og verða allt of mörg. Hvítblæði er greint með prófi sem er gert á blóði og beinmerg. Sjúkdómurinn getur lagst á börn en nú er hægt að lækna flesta með því að nota sérstök lyf sem eru frumueitur. Suma hvítblæðisjúklinga má lækna með því að gefa þeim nýjan beinmerg með blóðstofnfrumum sem geta myndað ný, heilbrigð hvítkorn. Hár og lágur blóðþrýstingur Þegar við förum til læknis mælir hann oft blóðþrýstinginn. Hjá full­ orðnu fólki er hann oft um það bil 120/80, en nokkru lægri hjá þeim sem yngri eru. Hærri talan sýnir þrýstinginn þegar hjartað dregst saman en sú neðri þrýstinginn þegar hjartað hvílist. Það er talsvert algengt að fullorðið fólk sé með of háan blóðþrýsting (háþrýsting). Fólk finnur sjaldnast fyrir þessu sjálft heldur kemur þetta fram þegar blóðþrýstingurinn er mældur. Háþrýstingur getur skemmt æðarnar og hjartað. Oft tekst að halda þessum kvilla niðri með lyfja­ gjöf. Blóðþrýstingurinn getur líka verið of lágur . Fólki getur sortnað fyrir augum ef það stendur til dæmis snögglega upp og lágur þrýstingur getur jafnvel valdið svima og yfirliði. Það stafar af því að heilinn fær þá eitt augnablik of lítið blóð. Lost vegna blóðmissis eða ofnæmis Ef einhver missir mikið blóð, til dæmis í umferðar­ slysi, getur það valdið losti . Það stafar af því að of lítið er af blóði í æðunum til að halda eðlilegum blóðþrýst­ ingi uppi. Maðurinn náfölnar þá og honum verður kalt og hann getur misst meðvitund. Lost er meðal annars meðhöndlað með því að gefa vökva í æð sem eykur rúmmál blóðsins. Lost getur líka stafað af ofnæmisviðbrögðum. Þeir sem eru til dæmis með mikið ofnæmi fyrir geitungum eða hnetum geta fengið lost. Við slíkt ofnæmislost víkka æðarnar og blóðþrýstingurinn lækkar snögg­ lega. Mikilvægt er að komast þá fljótt undir læknis­ hendur. Þeir sem hafa mikið ofnæmi fyrir geitungum geta fengið lífshættulegt ofnæmislost. Læknar nota hlustpípu til þess að kanna hvort hjartalokurnar virki eins og vera ber.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=