Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
52 sjúkdómar í blóði ... Sjúkdómar í blóði og hjarta Hvernig er hjartað rannsakað? Þegar hjartað er hlustað með hlustpípu heyrast tvö hljóð ef allt er eðlilegt. Annað myndast við það að lokurnar milli gátta og hvolfa skella aftur og hitt þegar lok urnar milli hvolfa og stóru slagæðanna skella aftur. Með því að hlusta á hjartað getur læknir komist að því hvort lokurnar virka eðlilega. Læknar geta enn fremur rannsakað rafboðin í hjartanu og starf hjartans með hjartarafriti . Mynstur rafboðanna breytist í mörgum hjartasjúkdómum. Hjartarafritið auðveldar læknunum að greina slíka sjúkdóma. 3.3 Í álagsprófi er virkni hjartans mæld undir líkamlegu álagi. Læknirinn sér það strax á skjánum hvernig hjartað starfar. Við getum greint sjúkdóma með blóðprófi Í blóðinu eru blóðfrumur, hormón, steinefni, prótín og ýmis næringarefni. Ef við veikjumst geta samsetning og eiginleikar blóðsins breyst. Blóðpróf getur því auðveldað læknum að upp götva margvíslega sjúkdóma. Til dæmis getum við mælt styrk sykurs í blóðinu og kannað þann ig hvort um sykursýki sé að ræða. Þá mælist blóð sykurinn allt of hár. Blóðrauðagildi er mælikvarði á magn blóðrauð ans í blóðinu. Járnskortur getur orsakað lágt blóðrauðagildi þar eð járnið er nauðsynlegt fyrir framleiðslu blóðrauða. Það kallast blóðskortur eða blóðleysi og lýsir sér með óeðlilegri þreytu og mátt leysi. Járnskortur er sjaldgæfur hjá þeim sem borða fjölbreyttan mat. Sökkið er annað atriði sem er kannað með blóðprófi. Ef gildið fyrir sökk er of hátt getur það bent til sjúkdóms, til dæmis bakteríusýkingar. Við getum greint sjúkdóma með blóðprófi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=