Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
51 BLÓÐRÁSIN Þeir sem eru í AB-blóðflokki geta fengið blóð frá öllum öðrum. Sá sem er í O-blóðflokki getur gefið öllum öðrum blóð. 1 Hversu margir lítrar eru af blóði í fullorðnummanni? 2 Nefndu nokkur efni sem eru í blóðvökvanum. 3 Hvar í líkamanummyndast blóðfrumurnar? 4 Hvað er blóðrauði og hvert er hlutverk hans? 5 Nefndu nokkrar tegundir blóðfrumna og lýstu hlutverki þeirra. 6 Lýstu því hvernig lítil blæðing stöðvast í líkamanum. 7 Nefndu nokkur líffæri sem eru hluti af ónæmiskerfinu. 8 Lýstu hlutverki átfrumna í vörnum líkamans. 9 Hvað gerist þegar við erum bólusett? Hvers vegna verða alnæmissjúklingar svo viðkvæmir fyrir öðrum sýkingum? Lýstu því hvernig mótefni í blóðinu ráða því hvaða blóð hver maður getur fengið við blóðgjöf. 0 A B AB Ef fólk þarf að fá blóðgjöf verður blóðið að vera af réttum blóðflokki. Blóðflokkar og blóðgjöf Ef við lendum í alvarlegu slysi eða verðum að gangast undir skurðað gerð þurfum við ef til vill á blóði að halda úr öðru fólki. Þetta kallast blóðgjöf og þá skiptir öllu máli að við fáum blóð af réttri gerð, annars getur nýja blóðið myndað kekki með okkar eigin blóði og valdið lífs hættulegum skaða. Áður en við fáum blóð þurfum við því að láta kanna í hvaða blóð flokki við erum, hvort við erum í A-, B-, AB- eða O-blóðflokki. Ekki má blanda saman blóði úr hvaða blóðflokkum sem er vegna þess að í blóðvökvanum eru mismunandi mótefni. Við blóðgjöf er þess þó yfir leitt gætt að gefa blóð eingöngu af þeim blóðflokki sem blóðþeginn er í. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.2 10
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=