Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

49 BLÓÐRÁSIN Átfrumurnar leiða orrustuna Við getum líkt sýkingu við styrjöld þar sem til dæmis bakteríur ráðast á líkamann. Bakteríurnar geta komist inn í líkamann gegnum sár eða um munninn og þær fjölga sér oft hratt og geta orðið margar milljónir á skammri stundu. Ónæmiskerfið bregst hratt við og gerir gagnárás. Sérstök tegund hvítkorna, sem kallast átfrumur , er fyrst á vettvang. Átfrumurnar geta ráðist á bakteríur og aðra framandi hluti og étið upp til agna. Átfrumurnar éta þar til þær sjálfar springa og drepast. Gulleitur gröftur í sýktu sári er úr dauðum átfrumum og bakt­ eríum sem þær hafa étið. Samstarf varnarfrumnanna Í kjölfar átfrumnanna koma til sögunnar hvítkorn sem kallast T-frumur og B-frumur. T-frumurnar greina á milli þess sem er líkamanum eðli­ legt og þess sem er honum framandi. Þær eru snöggar að finna út að bakteríurnar eru framandi í líkamanum og gefa þá B-frumunum merki um að þær skuli gera árás. B-frumurnar geta framleitt mikið magn af mótefnum . Þessi mótefni eru marksækin sem merkir að þau ráðast á tilteknar bakteríur og fest­ ast við veggi þeirra. Mótefnin auðvelda átfrumunum að þekkja bakt­ eríurnar og að ná taki á þeim og gleypa þær. Átfrumur, T-frumur, B-frumur og mótefni starfa þannig saman að því að sigrast á bakteríum eða öðru sem getur skaðað líkamann. Átfrumur, T-frumur og B-frumur starfa saman að vörnum gegn bakteríum. B-frumurnar geta myndað mótefni sem festast við bakt­ eríurnar og auðvelda öðrum varnarfrumum að sigrast á þeim. Hér hefur nagli stungist í húðina og valdið sýkingu. Sérstök tegund hvítkorna, átfruma, étur örsmáar bakteríur. Bakteríur Átfrumur T-frumur B-frumur Mótefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=