Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

BLÓÐRÁSIN Blóðflögurnar hjálpa til við græða sár Ef við skerum okkur í fingur opnast æð og þá fer að blæða. Við það dregst æðin sjálfkrafa saman og blæðingin minnkar. Í blóðinu eru auk þess örsmáar blóðflögur sem festast saman og stöðva lekann. Þegar sár opnast myndast fíngert net úr þráðum sem eru úr efni sem heitir fíbrín og er í blóðvökvanum. Rauðkornin festast í þessu neti. Þegar blæðing stöðvast á þennan hátt segjum við að blóðið hafi storknað . Hvítkornin berjast gegn fjendum líkamans Í blóðinu eru margar tegundir hvítkorna. Þau eru hluti af ónæmiskerfinu og vernda okkur gegn sýkingum sem geta stafað af bakteríum, veirum og öðrum sýklum. Í ónæmis­ kerfinu starfa mörg þúsund milljarðar hvítkorna. Í full­ orðnum manni vega þau samtals meira en tvö kílógrömm. Aðeins lítill hluti hvítkornanna er í blóðinu . Mörg þeirra yfirgefa blóðrásina og fara inn á milli frumnanna í vefjunum í nokkurs konar eftirlitsferðir. Ef þau uppgötva óeðlilegar frumur eða framandi efni eða hluti ráðast þau til atlögu gegn þeim. Eitlarnir eru mikilvægir í vörnunum Vessaæðarnar eru líka mikilvægur hluti ónæmiskerfisins. Þær eru næstum alls staðar í líkamanum og í þeim er vökvi sem kallast vessi . Á leið sinni um vessaæðarnar fer vess­ inn gegnum eitlana. Þeir eru meðal annars í handarkrikunum, náranum og í hálsinum. Í eitlunum eru óvenjumörg hvítkorn. Þegar við fáum hálsbólgu verða eitlarnir í hálsinum aumir og þrútnir. Það stafar af því að hvítkornin þar eru önnum kafin við að berjast gegn þeim veirum eða bakteríum sem ollu sýkingunni. Blóðfrumur hafa fest í fínu neti úr fíbríntrefjum. Blóðið storknar og blæðingin stöðvast. Hvítkornin eru varnarfrumur ónæmiskerfisins, en í kerfinu eru líka ýmis líffæri sem vinna með hvítkornunum að vörnum líkamans. 3. Eitill með hvítkornum Beinmergur Hóstarkirtill 1. Blóðvökvi í vefjum er tekinn upp í vessaæðar 2. Vessaæð flytur vessann til eitla Milta Viðbeinsbláæð 48

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=