Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
47 BLÓÐRÁSIN Rauðkornin flytja súrefni Rauðkornin eru þunnar og kringlóttar frumur, þynnstar í miðjunni. Í einum rúmmillimetra af blóði eru um það bil fimmmilljónir rauðkorna. Við getum skoðað þau í smásjá. Í rauðkornunum er prótín sem getur bundið súrefni og flutt það um líkamann. Þetta prótín kallast blóðrauði og í því er járn. Líkaminn þarf því á svolitlu járni að halda til þess að flutningur súrefnisins í blóðinu sé eðlilegur. Járnið fáum við úr fæðunni. Koleinoxíð getur komið í stað súrefnisins Blóðrauðinn getur líka bundið lofttegundina koleinoxíð. Koleinoxíð er meðal annars í útblæstri bíla og tóbaksreyk og binst blóðrauðanum miklu fastar en súrefnið. Ef við öndum að okkur koleinoxíði binst það blóðrauðanum sem er þá ófær um að binda súrefni og flytja það. Þetta getur valdið meðvitundarleysi og dauða. Koleinoxíð er litar- og lyktarlaus lofttegund. Í lokuð um bílskúr, þar sem bílvél er í gangi, getur því safnast fyrir mikið koleinoxíð án þess að nokkur verði þess var. Hjá reykingafólki bindur koleinoxíð hluta blóðrauðans í stað súrefnis. Blóð reykingamanna flytur því minna súrefni en hinna sem ekki reykja og þeir hafa minna þol. ð Háræðarnar eru svo fíngerðar og grannar að rauðkornin komast aðeins gegnum þær í einfaldri röð. Rauðkornin eru minna en einn hundraðasti úr millimetra í þvermál. Rauðkornamögnun og hæðarþjálfun Rauðkornamögnun er ólögleg aðferð sem sumir íþróttamenn nota til þess að bæta árangur sinn. Þá láta menn taka úr sér um það bil lítra af blóði og frysta. Að nokkrum vikum liðnum hefur líkaminn myndað nýtt blóð í stað þess sem hann missti. Þá er rauðkornunum úr blóðinu, sem áður var tekið, bætt við aftur. Sá hinn sami hefur þá í nokkrar vikur meira af blóðrauða í blóðinu en eðlilegt er og þess vegna berst meira af súrefni til vöðvanna. Önnur bönnuð aðferð til þess að auka fjölda rauðkornanna er að sprauta í líkamann hormóni sem kallast rauðkornavaki. Þetta hormón örvar framleiðslu rauðkornanna og þá um leið flutning súrefnis til vöðvanna. Aðferðin er ekki hættulaus, því að blóðið þykknar og blóðtappar geta myndast. Þessi hormónameðferð hefur valdið dauða allmargra íþróttamanna. Hæðarþjálfun er hins vegar leyfileg aðferð til þess að bæta árangur í íþróttum. Þegar fólk æfir sig hátt til fjalla, þar sem styrkur súrefnis er mun minni en við sjávarmál, örvast framleiðsla rauðkorna í líkamanum. ÍTAREFNI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=