Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

40 blóðrás líkamans Blóðrás líkamans Flutningskerfi líkamans Frumur líkamans þurfa stöðugt á súrefni og næringar­ efnum að halda. Þær þurfa líka jafn mikið á því að halda að losna við koltvíoxíð og önnur úrgangsefni. Blóðrásarkerfið sér um að uppfylla þessar þarfir frumnanna. Blóðrásarkerfið er gríðarmikið lagna­ kerfi úr æðum sem flytja blóðið um allan líkam­ ann. Með blóðinu flytjast margvísleg efni til frumnanna og önnur efni frá þeim. Hjartað er dæla sem heldur blóðinu í hringrás í blóðrásar­ kerfinu. Hjartað dælir blóðinu út til líkamans eftir stórum æðum sem heita slagæðar . Slagæðarnar greinast þegar fjær dregur hjartanu og þær enda í mörgum milljörðum mjög fínna og þunnra æða sem kallast háræðar . Ef þær eru allar lagðar saman verður lengd þeirra um eitt hundrað þúsund kílómetrar og þær ná til nánast allra frumna líkamans. Næringarefni og súrefni berast gegnum örþunna veggi háræðanna og yfir til frumnanna og önnur efni berast frá frumunum og yfir í háræðarnar. Háræðarnar sameinast síðan í sífellt stærri æðar sem nefnast blá­ æðar . Þær flytja blóðið aftur til hjartans. 3.1 Skipti á efnum milli blóðsins og frumnanna í vefjum líkamans fara fram gegnum þunna veggi háræðanna. Rauðkornin láta súrefni frá sér til frumnanna. Koltvíoxíð fer úr frumunum og yfir í blóðið. Blóðvökvi seytlar úr háræðunum og út í vefina og flytur með sér næringarefni fyrir frumurnar. Vessaæð Hvítkorn á leið út í vefinn. Vökvi í vefjunum getur borist aftur inn í háræðarnar eða flust burt með vessaæð. Í smáþörmunum er aragrúi örsmárra háræða sem taka upp næringarefnin úr fæðunni. Hér hafa háræðarnar verið litaðar bláar svo að þær sjáist betur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=