Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

3 3.1 Blóðrás líkamans 3.2 Blóðið og ónæmiskerfið 3.3 Sjúkdómar í blóði og hjarta 3.4 Hreinsistöðvar líkamans Frumur líkamans verða stöðugt að fá næringarefni og súrefni til að uppfylla þarfir sínar. Líkaminn þarf sérstakt flutningskerfi til þess að annast þetta. Æðakerfið og hjartað, sem dælir stöðugt blóði um æðarnar, sjá um að næringarefni og súrefni berist til frumnanna. Mikið blóð streymir um nýru og lifur sem fjarlægja eitruð efni úr blóðinu. Líkaminn býr líka yfir ónæmiskerfi þar sem starfa milljarðar frumna sem eru sérhæfðar til þess að takast á við alls kyns óboðna gesti sem gera árás á líkamann. Margar gerðir varnarfrumna berast með blóðinu um líkamann. 1 Blóðrásin líkist vegakerfi að mörgu leyti. Hvað er líkt með þessum tveimur fyrirbærum og hvað er ólíkt? 2 Hvernig heldur þú að frumurnar í blóðinu berjist gegn veirum og bakteríum? 3 Nýrun og lifrin eru oft nefnd hreinsistöðvar líkamans. Hvað er átt við með því? 39 Í blóðinu eru margar gerðir blóðfrumna. Á myndinni eru rauðkorn og hvítkorn. • að blóðið flytur súrefni og næringarefni til frumna líkamans • hvernig hjartað og blóðrásin starfa • hvaða efni eru í blóðinu • hvernig ónæmiskerfið verndar okkur gegn sjúkdómum • að nýrun og lifrin hreinsa blóðið Blóðrásin Flutningur, varnir og hreinsun Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=