Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

37 MELTING OG ÖNDUN Næringarefnin verða að komast inn í frumurnar • Mikilvægustu næringarefni fæðunnar eru kolvetni, fita, prótín, vítamín og steinefni. • Við meltinguna sundrast fæðan í svo smáar sameindir að hægt er að taka þær upp í blóðið og flytja þær til frumna líkamans þar sem þær nýtast. • Sundrunin fer fram í meltingarveginum. Ensímin klippa sundur stórar sameindir í miklu smærri sameindir. • Maginn, smáþarmarnir, brisið og lifrin eru mikilvæg meltingarfæri. • Í smáþörmunum er mestur hluti næringarefnanna tekinn upp í blóðið og síðan eru þau flutt til allra frumna líkamans. Til hvers notum við fæðuna? • Flókin kolvetni sundrast í glúkósa sem er notaður sem eldsneyti við bruna frumnanna. • Fita er orkuríkt eldsneyti, en fitan verndar líka og einangrar hin ýmsu líffæri líkamans. • Prótín sundrast í amínósýrur. Frumurnar nota þær sem byggingarefni við smíði eigin prótína. Þessi prótín eru meðal annars ensím og byggingarefni frumunnar. • Vítamín og steinefni gegna mikilvægum hlutverkum í frumunum. Meltingarkvillar • Tannskemmdir stafa af bakteríum sem nærast á sykri og framleiða sýru. • Við fáum brjóstsviða þegar súr magasafi berst úr maganum og upp í vélindað. • Meltingarkvillar eiga sér margar orsakir. Sérstök tegund baktería er algengasta orsök magasárs. • Lystarstol og lotugræðgi eru tvær tegundir átröskunarsjúkdóma. Leið súrefnis frá andrúmslofti til frumna • Öndunarfærin sjá frumunum fyrir súrefni sem þær þurfa við bruna. • Blóðið tekur upp súrefni gegnum veggi hinna örsmáu lungnablaðra og flytur það til frumna líkamans. Um leið lætur blóðið frá sér koltvíoxíð sem við öndum frá okkur. • Við öndum fyrst og fremst með stórum vöðva sem nefnist þind. Öndunarfærin – varnir og sjúkdómar • Fíngerð bifhár flytja aðskotaagnir, sem hafa komist niður í lungun, upp í kokið. • Kvef orsakast oftast af veirum. Hálsbólga, bólga í afholum nefsins og lungnabólga stafa af bakteríum. • Astmi veldur andþyngslum vegna samdráttar (krampa) og bólgu í lungnaberkjunum. • Tóbaksreykingar skaða öndunarfærin á margvíslegan hátt. Nánast öll tilvik lungnakrabbameins stafa af tóbaksreykingum. 2.1 2.2 2.4 2.5 2.3 Þrískipti diskurinn. Meltingarfærin. Magasársbakterían. Lungnablöðrur. Bifhárin halda bark­ anum hreinum. SAMANTEKT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=