Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

36 MELTING OG ÖNDUN Lungnakrabbamein orsakast nær alltaf af reykingum Á hverju ári greinast um 170 Íslendingar með lungnakrabbamein. Það stafar af því að tilteknar frumur í lungunum taka að skipta sér stjórnlaust og mynda krabbameinsæxli. Líkurnar á því að fá lungnakrabbamein eru 10–30 sinnum meiri hjá reykingafólki en hinum sem ekki reykja. Fram til þessa hafa fleiri karlar fengið lungnakrabbamein en konur, en auknar reykingar kvenna valda því að þeim fjölgar sem greinast með sjúkdóminn. Besta leiðin til þess að minnka líkurnar á því að fá lungna­ krabba er að byrja aldrei að reykja. Fólk sem reykir hagnast alltaf á því að hætta að reykja, sérstaklega ungt fólk. 1 Hver eru helstu hlutverk nefholsins? 2 Hvernig virka bifhárin í öndunarfærunum og hvert er hlutverk þeirra? 3 Hvert er hlutverk barkaspeldisins? 4 Hver er helsta orsök kvefs? 5 Hvaða áhrif hafa reykingar á lungnaberkjurnar og lungun? 6 Hvað eru afholur nefsins? 7 Lýstu helstu einkennum astma og skýrðu það sem gerist. Tóbaksreykingar geta valdið margs konar lungnasjúkdómum og hjarta- og æðasjúkdómum. Hvaða ráð heldur þú að séu vænlegust til þess að fá fólk til þess að byrja aldrei að reykja? Reykingar skaða varnir líkamans Tóbaksreykur lamar bifhárin í öndunarfærunum þannig að hreyfigeta þeirra minnkar smám saman og hárin hverfa jafnvel algerlega þegar reykt hefur verið lengi. Þá myndast meira slím í berkjum og berklingum lungnanna og veirur og bakteríur kom­ ast auðveldlegar að slímhúðinni og valda sýkingu. Reykingafólk fær því oftar kvef, hósta og aðra önd­ unarfærakvilla en þeir sem ekki reykja. Fólk, sem hefur reykt árum saman, getur átt erfitt með andardrátt og það finnur fyrir mæði . Tóbaksreykurinn eyðileggur veggi sumra lungna­ blaðranna í klösunum þannig að blöðrurnar verða færri og stærri. Við þetta minnkar öndunaryfir­ borðið, blóðið tekur upp minna súrefni og fólk getur orðið fyrir alvarlegum súrefnisskorti. Reykingar skaða varnir öndunar­ færanna og eru helsta orsök lungnakrabbameins. SJÁLFSPRÓF ÚR 2.5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=