Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
35 Sýking í öndunarfærum Þrátt fyrir allar þessar varnir öndunarfæranna verðum við öðru hverju fyrir sýkingu. Algengasta sýkingin er kvef . Það stafar af veiru sem veld ur ertingu í slímhúð öndunarfæranna, okkur verður illt í hálsinum og við fáum nefrennsli og hósta. Hálsbólga lýsir sér oft svipað, en henni fylgja oft meiri verkir í hálsi og sótthiti. Hún stafar af bakteríum. Ef bakteríur berast lengra niður eftir öndunarveginum og niður í lungun getum við fengið lungnabólgu sem lýsir sér með hita og mikl um hósta. Áður en pensilínið og önnur sýklalyf komu til sögunnar var lungnabólga skæður sjúkdómur sem dró marga til dauða. Sýking getur líka komið upp í afholum nefsins. Þetta eru holrúm í andlitsbeinunum sem tengjast nefholinu. Ef sýking kemst í slímhúð afholanna bólgnar hún og við fáum verki og hita. Þetta má lækna með pensilíni eða öðru sýklalyfi. Astmi – eins og að anda gegnum sogrör Um fimm til átta af hverjum hundrað Íslendingum eru með astma og þessi tala virðist fara hækkandi. Astmi hjá mjög ungu fólki stafar oftast af ofnæmi af einhverju tagi, til dæmis gegn frjókornum eða dýrahárum. Börnum reykingafólks hættir líka frekar til þess að fá astma. Astmi veldur bólgu og krampa (samdrætti) í grennstu lungnaberkj unum þannig að þær þrengjast. Slímhúðin bólgnar og í berkjunum myndast meira slím en venjulega. Þá verður erfitt að anda og surg eða hvæs heyrist við öndunina. Astmi stafar af krampa í vöðvum lungna- berknanna. Slímhúðin bólgnar og gefur frá sér slím. Lungnaberkja Slímhúð Vöðvafrumur Slímhúðin bólgnar Krampi í vöðva- frumum Slím myndast Þegar við hnerrum reynum við að losna við það sem ertir slímhúð nefsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=