Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

34 öndurnarfærin ... Öndunarfærin – varnir og sjúkdómar 2.5 Háþróaðar varnir Á hverjum sólarhring öndum við að okkur tugum þúsunda lítra af lofti. Það er því mikilvægt að líkaminn ráði yfir góðum vörnum gegn ryki, veirum, bakteríum og öðru skaðlegu í andrúmsloftinu. Líkaminn verst þessu á mismunandi hátt. Veggir nefholsins eru klæddir bifhærðri slímhúð. Bifhárin fjarlægja agnir úr loftinu sem við öndum að okkur. Í nefholinu er enn fremur þétt net æða sem hitar loftið og slímkirtlar sem auka raka þess. Í slímhúð barkans og lungnaberkjanna er aragrúi bifhára . Þau hreinsa öndunarveginn með því að hreyfa sig stöðugt og flytja slím og agnir upp til koksins. Í slímhúðinni eru auk þess sérstakar varnar­ frumur , hvítkornin. Þau geta ráðist á veirur eða bakteríur ef nauðsyn ber til. Ef slímhúðin í nefholinu eða lungnaberkjunum verður fyrir ertingu hnerrum við eða hóstum. Þá þeytist loftið út úr lungunum með hraða sem getur orðið 150 kílómetrar á klukkustund. Þetta er aðferð líkam­ ans til þess að reyna að losa sig við það sem olli ertingunni. Ef stendur í manni Þegar við kyngjum matnum leggst barkaspeldið fyrir barkaopið og kemur í veg fyrir að hann fari niður í barkann. Þegar við öndum er það hins vegar uppi. Ef eitthvað stendur í manni og hann er við það að kafna skaltu fara aftur fyrir hann og taka með báð­ um höndum (með spenntar greipar) neðst um brjóstkassa hans, um neðstu rifbeinin. Síðan skaltu toga báðar hendur snöggt og kröftug­ lega að þér og upp. Þá ýtast lungu hans upp og loftið þrýstist út. Hluturinn, sem stóð í manninnum, ætti þá að fylgja með og losna. Þessi aðferð er árangursríkari en sú sem felst í því að banka í bakið á manni. Bifhár í barkanum flytja slím upp í kokið. Bifhárin eru eins og teppi innan á öndunarveg- inum. Hárin koma af stað hreyfingu sem flytur aðskotahluti og bakteríur upp í kokið. Agnir festast í slíminu og færast upp Bifhár Slímlag Slím myndast í slímfrumu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=