Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

33 Loftið veldur titringi í raddböndunum Þegar við öndum fer loftið gegnum barkakýlið. Þar eru raddböndin sem gera okkur kleift að tala. Þegar við öndum þegjandi í hvíld eru raddböndin slök og loftið fer hindrunarlaust fram hjá þeim. Ef við strekkjum á raddböndunum og öndum frá okkur taka þau að titra og við það myndast hljóð. Raddböndin virka líkt og strengir í hljóð­ færi. Því strekktari sem böndin verða þeim mun hærri verður tónninn. Tungan og varirnar forma síðan hljóðin í tiltekin orð. Þegar þindin spennist niður (efri mynd) þenjast lungun út og loft dregst inn í þau. Þegar slaknar á þindinni (neðri mynd) skreppa lungun saman og loftið þrýstist út. Þindin: aðalvöðvinn í öndun Sem betur fer þurfum við ekki að hugsa í hvert sinn sem við öndum að okkur og frá. Þetta gerist sjálfkrafa með hjálp öndunarstöðvar í heilanum sem sendir boð til þeirra vöðva sem annast inn- og útöndun. Mikilvirkastur fyrir öndunina er þunnur vöðvi sem kallast þind . Hún veldur því að rúmmál lungnanna breytist og þau ýmist draga inn loft eða þrýsta því út. Smáir vöðvar milli rifjanna hjálpa einnig til við þessar hreyfingar. Þegar við erum í hvíld öndum við að okkur um það bil tólf sinnum á mínútu og í hverjum andardrætti tökum við inn um hálfan lítra af lofti. Við öndum því að okkur um sex lítrum á mínútu. Við áreynslu þurfa frumurnar hins vegar meira súrefni. Þá öndum við hraðar og tökum inn meira loft í hverjum andardrætti. 1 Hver eru öndunarfæri okkar? 2 Hvað heitir þunni vöðvinn sem er virkastur við öndunina? 3 Lýstu því sem gerist í lungnablöðrunum. 4 Hvar og hvernig myndast orðin hjá okkur? 5 Lýstu því hvernig innöndun og útöndun er háttað hjá okkur. 6 Nefndu dæmi ummismunandi aðferðir dýra við öndun. Reyndu að finna aðferð til þess að mæla rúmmál lungnanna. Hvaða áhrif heldur þú að rúmmál lungnanna hafi á möguleikana til þess að þú verðir afreksmaður í langhlaupum eða á skíðum? Þind Vöðvar milli rifbeina Slök raddbönd Strekkt raddbönd SJÁLFSPRÓF ÚR 2.4 Raddbönd óperusöngvara eru undir miklu álagi. Hljóðin myndast þegar loft fer um strekkt raddböndin sem fara þá að titra (skýringarmynd til hægri).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=