Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
32 MELTING OG ÖNDUN Lungnablaðra Æð með súrefnisríku blóði Æð með súrefnis snauðu blóði Berklingur Súrefnisríkt blóð Súrefnissnautt blóð Loft Koltvíoxíð Súrefni Rauðkorn Umhverfis lungnablöðrurnar eru grannar æðar. Hér flytjast súrefni og koltvíoxíð milli blóðsins og loftsins í lungnablöðrunum. Súrefnið binst blóðrauðanum í rauðkornum blóðsins. Blóðið tekur upp súrefni og lætur frá sér koltvíoxíð Mikilvægu skiptin á súrefni og koltvíoxíði eiga sér stað í lungnablöðr unum . Gegnum örþunna veggi lungnablaðranna tekur blóðið til sín súrefni úr loftinu sem við öndum að okkur. Um leið lætur blóðið frá sér koltvíoxíð yfir í loftið í lungnablöðrunum og við öndum því svo frá okkur. Lungnablöðrurnar skapa gríðarstórt yfirborð milli blóðsins og loftsins í lungnablöðrunum. Hjá fullorðnum manni er yfirborðið alls um 100 fermetrar. Dýr anda hvert með sínu móti Öll dýr verða að anda, en ekki hafa öll dýr jafn þroskuð lungu og við. Einföldustu einfrumungarnir taka súrefni beint inn í gegnum frumuhimnuna. Litlir ormar og mörg önnur smádýr anda með húðinni. Í rás þróunarinnar hafa komið fram áhrifaríkari aðferðir til að anda. Skordýr hafa til dæmis sérstakar loftæðar sem greinast um allan líkamann. Fiskar anda með tálknum sem geta tekið súrefni úr vatninu. Fuglar hafa flókið kerfi með loftsekkjum og öndun þeirra er mjög virk og árangursrík, enda veitir ekki af mikilli orku til þess að knýja flugið. Höfrungar og aðrir hvalir eru spendýr og anda með lungum. Þeir taka loftið inn í lungun gegnum eina blástursholu á höfðinu. LÍF Í ÞRÓUN
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=