Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

31 leið súrefnis úr ... 2.4 Gómur Nefhol Berklingarnir enda í smáum lungna­ blöðrum Kok Barkaspeldi Barki Vélinda Lunga Berkja Leið loftsins til lungnablaðranna Loftið, sem við öndum að okkur, fer fyrst um nefholið og kokið. Síðan fer það niður í barkann . Hann skiptist í tvær aðalberkjur sem liggja hvor í sitt lungað. Þær greinast svo í grennri berkjur og síðan í enn grennri berklinga, sem ná til allra hluta lungnanna. Á endum grennstu berklinganna eru klasar af örsmáum lungnablöðr­ um . Þvermál þeirra er um 0,5 mm. Veggir blaðranna eru mjög þunnir og um þá er þétt net grannra háræða. Í lungunum báðum eru alls mörg hundruð milljónir lungnablaðra. Í þeim tekur blóðið súrefni úr loftinu og lætur um leið frá sér koltvíoxíð. Barkakýli Sýnileg útöndun. Leið súrefnis úr andrúmslofti til frumna Hvers vegna þurfum við að anda? Við höldum ekki lífi með því einu að eta og drekka, við verðum líka að anda. Skýringin er sú að allar frumur í líkamanum verða að fá súrefni til að nota við brunann sem fer fram í þeim. Þá er glúkósa eða öðrum næringarefnum í frumunum breytt í koltvíoxíð og vatn. Við þetta losnar úr læðingi orka sem fruman getur notað. Í lungunum flyst súrefni úr andrúmslofti í blóðið. Þau losa einnig líkamann við það koltvíoxíð sem myndast stöð­ ugt í frumunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=