Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

30 MELTING OG ÖNDUN Ofþyngd og offita Sífellt fleiri þjást nú af ofþyngd og offitu og með því eykst áhættan á því að fá sykursýki, háþrýsting og hjartasjúk­ dóma. Helsta orsök ofþyngdar er sú að fólk borðar of mikið og of feitan mat og hreyfir sig of lítið. Í sumum tilvikum má þó rekja ofþyngd til ýmissa sjúkdóma. Það getur líka ráðist af erfðum hversu feitlagin við verðum. Ef foreldrar okkar stríða við ofþyngd eru meiri líkur á að það sama hendi okkur sjálf. Átröskun – allt snýst um líkamsþyngdina Lystarstol (anorexía) er sjúkdómur sem veldur því að sjúkl­ ingarnir verða uppteknir af þyngd sinni og þeim finnst þeir vera feitir þótt þeir séu í raun og veru mjög grannir og óeðlilega léttir. Hræðslan við að þyngjast veldur því að lystarstolssjúklingar borða sem minnst og hreyfa sig sem mest. Margir þeirra pína sig til þess að kasta upp þeim litla mat sem þeir borða. Annar átröskunarsjúkdómur er lotugræðgi (búlimía). Þeir sem eru haldnir lotugræðgi fá óstjórnlega löngun í mat eða sætindi og háma á stuttum tíma í sig óhemju­ mikið magn, en kasta því upp strax á eftir. Sjúklingar með lystarstol eiga það líka til að háma í sig á þennan hátt. Líkamsþyngd þeirra sem eru haldnir lotugræðgi er þó yfirleitt eðlileg og þess vegna getur verið erfitt að greina sjúkdóminn. Sjúklingi með lystarstol (anorexíu) finnst hann alltaf vera of feitur þótt hann sé það alls ekki. 1 Hvernig getum við spornað gegn tannskemmdum? 2 Hvað er brjóstsviði? 3 Hvers vegna fáum við stundum niðurgang þegar við tökum pensilín eða önnur sýklalyf? 4 Nefndu nokkur atriði sem geta valdið meltingarkvillum. 5 Hvers vegna fáum við oft niðurgang þegar við ferðumst til útlanda? 6 Lýstu sjúkdómunum lystarstoli og lotugræðgi. Aflaðu þér heimilda um nokkra algenga sjúkdóma í meltingarvegi sem lækna má með skurðaðgerð – til dæmis botnlangabólgu, gallsteina og garnaflækju. SJÁLFSPRÓF ÚR 2.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=