Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
28 meltingarkvillar Meltingarkvillar Tannskemmdir og blæðandi tannhold Glerungur tannanna er harðasta efni líkamans. Þrátt fyrir það koma holur í tennurnar hjá mörgum okkar – tannskemmdir . Helsta ástæða tannskemmda er sykur í mat og drykk. Í munninum eru bakteríur sem nærast á sykri og þær mynda sýru. Sýran tærir glerunginn og smám saman kemur hola í tönnina. Ef holan nær niður í taugarnar í tann rótinni fáum við tannpínu. Bakteríur geta líka ráðist á tannholdið og festingar tannanna í kjálkabeininu. Tannholdið verður þá rautt og bólgið og það getur blætt úr því þegar við burstum tennurnar. Ef illa fer geta tennurnar losnað. Við getum minnkað líkur á tannskemmdum ef við látum það vera að narta milli máltíða og ef við burstum tennurnar tvisvar á dag með flúortannkremi. Sykurlaust tyggigúmmí kemur líka að gagni gegn tannskemmdum. 2.3 Glerungur Tannskemmd Kvika Tannhold Tannbein Kjálkabein Rótargöng Æðar og taugar Brjóstsviði og uppköst Þar sem vélinda og magi koma saman er magamunninn , efra op magans. Magamunninn opnast þegar fæðan kemur neðst í vélindað og hún hafnar síðan í maganum. Magamunninn kemur líka í veg fyrir að innihald magans fari aftur upp í vélindað. Ef magamunninn starfar ekki eðlilega berst súr magasafi upp í vélindað og veldur sviða þar. Þetta kallast brjóstsviði . Þegar okkur verður óglatt er ástæðan oft sú að við höfum borðað eitthvað óheppilegt eða smitast af veirum eða bakteríum. Þá stöðvast hreyfingar magavöðvanna og fæðan helst um kyrrt í maganum. Ógleðin setur af stað taugaviðbragð sem veldur uppköstum vegna þess að vöðvar í fremri hluta smáþarma og maga þrýsta upp inni haldi magans. Óþægilega, beiska bragðið, sem við finnum þegar við köstum upp, stafar af saltsýrunni úr maganum og gallinu úr skeifugörninni. Þeir sem þjást af brjóstsviða nota stundum sérstakar freyðitöflur til að slá á einkennin.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=