Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

27 MELTING OG ÖNDUN Vítamín og steinefni Frumurnar þurfa líka vítamín og steinefni til þess að starfa eðlilega. Vítamín eru lífsnauðsynleg efni en líkaminn þarf bara lítið af þeim. Þau gegna margvís­ legum hlutverkum í frumunum, eins og að taka þátt í mikilvægum efnahvörfum. Þau eru aðgreind með því að gefa þeim mismunandi bókstafi. Hin helstu þeirra eru A-, B-, C-, D-, E- og K-vítamín. Frumurnar þurfa einnig tugi mismunandi stein­ efna til að starfa eðlilega. Kalsín og fosfór eru til dæmis einkum nauðsynleg fyrir beinin og natrín og kalín eru nauðsynleg efni fyrir allar frumur. Við þurfum sum steinefni bara í mjög litlu magni. Þau efni kallast snefilefni . Járn er nauðsynlegt til þess að blóðrauðinn geti flutt súrefni um blóðið. Sink er hluti margra ensíma og er mikilvægt við græðslu sára. Joð er nauðsynlegt fyrir starf skjaldkirtilsins. Selen, króm og mangan eru dæmi um enn önnur snefilefni. Þeir sem eru heilbrigðir og borða eðlilega fæðu fá yfirleitt nóg af vítamínum og steinefnum með fæðunni. Í blóðrauða rauðkornanna er örlítið járn sem er nauðsynlegt til þess að hann geti flutt súrefni. 1 Hvernig getur líkaminn geymt glúkósa? 2 Til hvers er fita notuð í líkamanum? 3 Nefndu dæmi ummismunandi hlutverk prótína. 4 Nefndu nokkur vítamín og snefilefni. 5 Lýstu ólíkum áhrifum semmismunandi gerðir fitu hafa á líkamann. 6 Hvað er átt við þegar talað er um innantómar hitaeiningar? 7 Lýstu muninum á hægmeltanlegum og fljótmeltanlegum kolvetnum. Hvernig geta íþróttamenn nýtt sér mismunandi kolvetni til að bæta árangur sinn? SJÁLFSPRÓF ÚR 2.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=