Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

26 MELTING OG ÖNDUN Í vöðvum okkar eru prótínsameindir sem draga vöðvana saman. Það er þeim að þakka að við getum hreyft okkur. Frumurnar byggja sín eigin prótín Prótínin í fæðunni sundrast í maga og smáþörmum í amínó­ sýrur sem berast með blóði til frumnanna. Þar eru þær notaðar þegar frumurnar smíða sín eigin prótín . Í líkama okkar eru þúsundir mismunandi prótína og hvert þeirra gegnir sínu sérstaka hlutverki. Í hverri frumu er um einn milljarður prótínsam­ einda. Flest prótínanna eru ensím og án þeirra gætu nauðsynleg efnahvörf ekki farið fram. Prótín eru þó líka notuð sem byggingarefni í frumunum. Í vöðvafrumum eru til dæmis prótín­ þræðir sem valda vöðvasamdrætti, en í bein­ frumum er annars konar prótín sem gerir beinin sveigjanleg. Sum prótín taka þátt í flutningi efna um líkam­ ann. Það á til dæmis við um prótínið sem flytur súrefni blóðsins. Þetta prótín kallast blóðrauði (hemóglóbín). Í sælgæti og gosdrykkjum eru margar hitaeiningar Í sælgæti, flögum, súkkulaði, ís, gosdrykkjum og sætum kökum er mikið af sykri og fitu en lítið af prótínum og öðrum mikilvægum næringarefnum. Því er oft sagt að þessar vörur innihaldi„innantómar hitaeiningar ‟ . Frumur líkamans fá vissulega nóg af eldsneyti úr þeim því að sykur og fita innihalda mikla orku. En ef við borðum okkur södd af sælgæti og vanrækjum að borða hollan mat getur komið fram skortur á ýmsum mikilvægum næringarefnum. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=