Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

25 Fita gefur orku, verndar og einangrar Fita getur nýst sem eldsneyti í frumunum. Hún inniheldur um það bil tvöfalt meiri orku en sama magn af kolvetnum. Ef frumurnar þurfa á einhverjum tíma ekki á orku að halda er fitan geymd í fituvef. Fita líkamans er einkum geymd undir húðinni og við smáþarmana. Ef þörf er á orku síðar getur líkaminn tekið fituna og sundrað henni og fengið þannig þá orku sem hann þarf. Fitan einangrar líkamann enn fremur gegn kulda og hún verndar líffærin fyrir hnjaski. Hún er jafnframt nauðsynleg fyrir frumurnar svo að þær geti myndað ýmis lífsnauðsynleg efni. Loks má nefna að fitan í fæðunni inniheldur ýmis vítamín . Ef við borðum of mikið af fitu getum við orðið of þung . En við getum líka orðið of þung með því að borða og drekka of mikið af kolvetnum, til dæmis ef við borðum mikið sælgæti og drekkum mikið af sykruðum gosdrykkjum. Kolvetnin breytast nefnilega í fitu í líkamanum. Rétt fita verndar æðarnar Til eru nokkrar mismunandi gerðir af fitu – þar á meðal mettuð fita, fjölómettuð fita og einómettuð fita. Mettuð fita er fyrst og fremst í mat­ vælum úr dýraríkinu, til dæmis í smjöri, rjóma, osti, pylsum og kjöti. Ef við borðum mikið af mettaðri fitu geta myndast úr henni skaðleg efni sem setjast innan á æðaveggina og stuðla að æðakölkun og sjúkdómum, til dæmis hjartaáfalli. Fjölómettuð fita úr plönturíkinu finnst meðal annars í smjörlíki og matarolíu. Feitur fiskur inniheldur líka mikið af fjölómettaðri fitu. Þessi fita er talin hollari fyrir æðarnar en mettuð fita. Einómettuð fita er þó líklega hollasta gerð fitunnar, einkum fyrir æðar líkamans. Hún finnst meðal annars í ólífuolíu og repjuolíu. Smör Rapsolja mättat fett fleromättat fett enkelomättat fett Smör Rapsolja mättat fett fleromättat fett enkelomättat fett Smör Rapsolja mättat fett fleromättat fett enkelomättat fett Rostungar og mörg önnur dýr hafa þykkt fitulag (spik) sem verndar þau gegn miklum kulda. Smjör er að mestu leyti mettuð fita, en í repju- og ólífuolíu er mest af einómettaðri fitu. e tuð fi a fjöló ettuð fita einómettuð fita Smjör Matarolía

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=