Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

24 2.2 til hvers notum við ... Til hvers notum við fæðuna? Kolvetni sjá frumunum fyrir orku Þegar hin ýmsu næringarefni hafa verið tekin upp í æðum smáþarm­ anna berast þau áfram til allra frumna líkamans. Þar eru þau notuð sem byggingarefni eða til að sjá frumunum fyrir orku. Glúkósi , sem kemur ef til vill úr súkkulaðisnúð, getur orðið hráefni í bruna frumnanna og gefið þannig orku. Ef frumurnar þurfa ekki á orku að halda þá stundina má geyma glúkósann sem glýkógen , sem er fjölsykra lík mjölva. Fjölsykra er stór sameind, gerð úr mörgum samtengdum einsykrum, yfirleitt glúkósa. Meginhluti glýkógensins geymist í lifur og vöðvum sem orkuforði. Þegar frumurnar þurfa orku getur líkaminn sundrað glýkógeni úr varabirgðunum og þá fæst glúkósi á ný. Snúður er að mestu úr kolvetnum á borð við sykur og mjölva. Hægmeltanleg kolvetni fyrir átök Kolvetnum er oft skipt í hægmeltanleg og fljótmeltanleg kolvetni. Hægmeltanleg kolvetni eru til dæmis mjölvi og þau sundrast hægt niður í glúkósa í líkamanum. Mikið er af þessum kolvetnum í kartöflum og pasta. Fljótmeltanleg kolvetni, til dæmis sykur í sælgæti og rúsínum, sundrast hins vegar mjög hratt í glúkósa. Orkan í hægmeltanlegum kolvetnum endist lengur. Þegar íþróttamenn búa sig til dæmis undir maraþonhlaup þurfa þeir að birgja sig upp af orku og þá er gott að borða mikið af pastaréttum. Með því auka þeir birgðir líkamans af glýkógeni í lifrinni og vöðvafrumunum. Það getur þó stundum verið kostur að borða fljótmeltanleg kolvetni, svo sem glúkósa. Þessi kolvetni berast hratt út í blóðið og frumurnar geta notað þau beint til orkuvinnslu. Vöðvafrumurnar nýta til dæmis sykurinn í íþróttadrykkjum hratt og vel. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=