Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

23 MELTING OG ÖNDUN Gagnlegar bakteríur í ristli Þegar fæðan berst til ristilsins er lítið orðið eftir af næringarefnum í henni. Hér er vatnið tekið upp og ýmis steinefni . Við þetta þykknar innihald ristilsins. Þar eru nú ýmis efni sem við getum ekki sundrað, til dæmis plöntuhlutar úr beðmi og annars konar ómeltanlegar trefjar . Trefjarík matvæli eru samt holl því þarmarnir starfa betur ef nógu mikið er af þeim. Í ristlinum er mikið af bakteríum sem hjálpa til við lokameltingu fæð­ unnar. Flestar þeirra eru gagnlegar og framleiða meðal annars vítamín. Þegar afgangur fæðunnar nær til endaþarmsins er hann orðinn að fremur föstum úrgangi og um þriðjungurinn er bakteríur. Þegar enda­ þarmurinn er orðinn fullur dragast vöðvar hans og ristils saman, svo og kviðvöðvarnir og þrýsta úrganginum, saurnum, út um endaþarmsopið en þar er hringvöðvi sem slakar á. 1 Hver eru mikilvægustu næringarefnin í fæðunni? 2 Í hverju er melting fæðunnar fólgin? 3 Hvernig hjálpa ensím til við meltinguna? 4 Hvar eru næringarefnin tekin úr fæðunni og upp í blóðrásina? 5 Hvaða hlutverki gegnir magasafinn? 6 Hvaða hlutverki gegna brissafi og gall? 7 Lýstu í meginatriðum för fæðunnar frá munni til endaþarms. 8 Útskýrðu það að yfirborð smáþarmanna er svo stórt sem raun ber vitni, eða um 250 m 2 . 9 Lýstu því hvernig kolvetni, fita og prótín sundrast í smærri sameindir á leið fæðunnar gegnummeltingarveginn. Ensím frá Sundra Sundrast í munnvatnskirtlum kolvetnum sykur maga prótínum peptíð (prótínstubba) lifur (gall, engin ensím) fitudropum fitu kolvetnum sykur brisi prótínum peptíð fitu glýseról og fitusýrur smáþörmum sykri glúkósa peptíðum (prótínstubbum) amínósýrur Kólíbakteríur eru algengar í ristlinum og í saur. Þessar bakteríur eru minna en einn hundraðasti hluti úr millimetra að lengd. Geta borist úr þörmum í blóð eða vessaæðar SJÁLFSPRÓF ÚR 2.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=