Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

22 MELTING OG ÖNDUN Brissafinn og gallið Fæðan heldur áfram för sinni frá maga og berst inn í skeifugörnina , sem er fremsti hluti smáþarmanna. Inn í skeifugörnina liggja rásir frá bris­ inu og lifrinni. Brisið framleiðir brissafa sem inniheldur mörg ensím. Brissafinn vinnur líka gegn sýrunni sem er í fæðunni þegar hún kemur úr maganum. Lifrin framleiðir gall. Það er gulgrænn vökvi sem leysir upp fituna í þörmunum. Gallið safnast fyrir í gallblöðrunni og þegar við borðum fitu dregst blaðran saman og spýtir gallinu inn í skeifugörnina. Smáþarmarnir taka upp næringarefnin Fæðan berst áfram eftir smáþörmunum og er nú orðin þunnfljótandi fæðumauk sem er þrýst aftur eftir margra metra löngum smáþörmunum með hjálp vöðva í þarma­ veggjunum. Hér sundrast næringarefnin til fulls og eru nú í formi glúkósa , amínósýra og fleiri smárra sameinda. Innra borð smáþarmanna er alsett fellingum og á þeim eru agnarsmáar totur sem kallast þarmatotur . Í totunum eru fíngerðar æðar sem taka upp næringarefnin og þau flytjast síðan með blóðrásinni til allra frumna líkamans. Á hverri þarmatotu eru svo aftur hárfín útskot sem stækka yfirborðið enn frekar svo að það verður gríðarmikið, yfir 250 fermetrar. Þetta verður til þess að upptaka næringarefnanna verður margfalt meiri og hraðari en ef yfirborð smá­ þarmanna væri slétt. Maginn tengist skeifugörninni. Í skeifu- görnina berast safar frá lifrinni og brisinu sem stuðla að sundrun fæðunnar. Vegna allra þarmatotnanna verður yfirborð smáþarmanna mjög mikið. Næringarefnin eru tekin upp í gegnum þetta yfirborð og færð yfir í blóð eða vessa. Þarmatota Æð Bris Vélinda Lifur Magi Gallblaðra Skeifugörn Vessaæð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=