Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

21 MELTING OG ÖNDUN Þegar við kyngjum lyftist gómurinn upp og barkaspeldið leggst yfir barkaopið þannig að fæðan hafnar hvorki í nefholinu né niðri í barkanum. Fæða Gómur Barkaspeldi uppi Vélinda Barki Gómur Barkaspeldið leggst yfir barkann Mismunandi aðferðir við að sundra fæðunni Við þróun fugla myndaðist hjá mörgum þeirra útskot út úr vélindanu sem kallast sarpur . Hann er geymslustaður fæðunnar. Fuglar geta étið mikið í einu og hratt og geyma þá fæðuna í sarpinum þar sem hún mýkist og er sundrað með ensímum. Þaðan fer hún í hæfilegum skömmtum inn í fóarnið , sem er mjög vöðvaríkt. Fóarnið malar fæðuna og notar til þess öfluga vöðva og steinvölur sem fuglar gleypa sérstaklega til þessara nota. Pelikaninn á myndinni hefur auk þess mikinn gúlpoka sem hann notar líkt og háf við fiskveiðar. Hjá nautgripum og öðrum jórturdýrum eru magahólfin fjögur: vömb, keppur laki og vinstur. Í fremsta og stærsta hólfinu lifir aragrúi örvera sem breyta beðmi plantnanna í nýtanleg efni. Við það myndast mörg hundruð lítrar af lofttegundum sem jórturdýrin ropa upp. Mest er af koltvíoxíði og metani. Fæðan fer upp í munninn aftur og aftur úr fremsta hólfinu í litlum tuggum og er tuggin á ný. Þetta kallast jórtur. Sundrunin hefst í munni Í munni tyggjum við matinn með tönnunum og þar blandast hann munnvatni. Munnvatnið myndast í munnvatnskirtlunum og í því er ensím sem sundrar kolvetnum. Á hverjum sólarhring myndast um það bil einn lítri af munnvatni, mest þegar við borðum. Við segjum að við „fáum vatn í munninn“ þegar við finnum lykt af einhverju girnilegu. Þegar fæðan hefur verið tuggin vel og er orðin mjúk og rök er hún flutt í hæfilega stórum skömmtum að kokinu. Við það fer taugaviðbragð í gang og kynging hefst. Gómurinn lyftist og lokar leiðinni upp í nef­ holið. Um leið leggst barkaspeldið yfir opið á barkanum og kemur í veg fyrir að fæðan fari niður í barkann. Frá kokinu fer fæðan niður í vélindað og sterkir vöðvar þess þrýsta henni niður í magann. Vöðvarnir eru svo öflugir að þeir skila fæðu eða drykk í magann, jafnvel þótt við stöndum á haus. Maginn – vöðvar og súr safi Maginn er vöðvaríkur poki sem hnoðar og malar fæðuna og hún bland­ ast súrum safa magans. Súr magasafinn inniheldur saltsýru og ensímið pepsín . Pepsínið sundrar prótínum, en saltsýran drepur bakteríur sem berast niður í magann. Slímhúð magans er þakin slími sem verndar hana gegn ætandi saltsýrunni. Framleiðslu magasafans er meðal annars stjórnað af heilanum. Ef við hugsum um mat, sjáum hann eða finnum lykt af honum, fer maginn að framleiða magasafa. Þegar við finnum fyrir hungri verða jafnframt sam­ drættir í vöðvalagi magans. Þá heyrist oft garnagaul úr iðrum okkar. LÍF Í ÞRÓUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=