Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

MELTING OG ÖNDUN Niðurbrot fæðunnar Nauðsynlegt er að sundra fæðunni (brjóta hana niður í smærri eindir) til þess að næringarefnin geti komist inn í frumurnar. Öðruvísi gætu þau ekki farið gegnum þarmavegginn og inn í blóðrásina. Fæðan er brotin niður í um það bil sjö metra langri slöngu sem nær frá munni að endaþarmsopi. Þessi slanga kallast meltingarvegur . Á leið sinni niður meltingarveginn er fæðan möluð auk þess sem henni er sundrað með efnafræðilegum aðferðum. Mölunin hefst þegar við tyggjum matinn og hún heldur áfram þegar vöðvar magans hnoða og merja fæðuna sem berst þangað. Ensím eru smágerð„sameindaskæri“ Efnafræðilega sundrunin fer fram með hjálp ensíma. Ensím eru efni sem líkja má við smágerð skæri sem klippa stórar sameindir niður í smærri sameindir. Kolvetni eru yfirleitt langar keðjur úr glúkósasameind­ um. Með hjálp ensíma er hægt að klippa þessar keðjur niður í eina eða fleiri einingar. Prótín eru gerð úr um tuttugu mismunandi tegundum amínósýra sem tengjast saman og mynda langar keðjur. Ein prótínsameind er gerð úr allt frá fimmtíu amínó­ sýrum og upp í nokkur þúsund amínósýrur. Við melt­ ingu fæðunnar sundrast prótínin niður í amínósýrur. Fita sundrast hins vegar í glýseról og fitusýrur. Vítamín , steinefni og vatn eru svo smáar sameindir að ekki þarf að sundra þeim neitt áður en þau eru tekin upp í blóðið. Mörg líffæri taka þátt í að sundra fæðunni. Það tekur fæðuna einn til tvo sólarhringa að fara frá munni til endaþarms. Ensím sundra prótíni í amínósýrur Ensím brjóta kolvetni niður í glúkósa Munnhol Munnvatnskirtill Kok Vélinda Barki Lifur Gallblaðra Skeifugörn Bris Smáþarmar Ristill Botnlangatota Endaþarmur Endaþarmsop 20 Magi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=