Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

18 Næringarefnin verða að komast inn í frumurnar Orka og byggingarefni frumna Forsenda þess að okkur líði vel er að við borðum og drekkum. Við þurfum að borða til þess að frumurnar fái orku til að geta sinnt störfum sínum og byggingarefni til þess að geta vaxið og fjölgað sér. Maturinn, sem við borðum, verður að innihalda margvísleg næringarefni til þess að allt starfi rétt. Hvert næringarefni hefur sína sérstöku eiginleika og gegnir tilteknu hlutverki í líkamanum. Helstu efni í matnum eru vatn , kolvetni , fita og prótín . Næringarríkur matur verður auk þess að innihalda vítamín og steinefni. Kolvetni, prótín og fita Mjölvi (sterkja), beðmi og sykur eru í flokki efna sem kallast kolvetni . Þessi efni eru í miklum mæli í brauði, pastavörum, kartöflum, græn­ meti og ávöxtum. Mjölvi er sú gerð kolvetna sem algengust er í þeim matvælum sem við borðum. Prótín eru einkum í kjöti, fiski, eggjum, mjólk og osti. Sumar afurðir úr plönturíkinu, til dæmis sojabaunir og aðrar baunir, innihalda mikið af prótínum. Mikið er af fitu í matvælum úr dýraríkinu, til dæmis í smjöri, rjóma, osti, pylsum, svínakjöti og öðru feitu kjöti og feitum fiski, til dæmis síld og laxi. Við fáum þó líka fitu úr plöntum, til dæmis smjörlíki, og ýmiss konar matarolíum. 2.1 næringarefnin verða ... Efnasamsetning mannslíkamans er um það bil þessi. Vatn er um það bil tveir þriðju hlutar af þyngd líkamans, en önnur helstu efni í honum eru fita og prótín. Kolvetnarík matvæli Fiturík matvæli Prótínrík matvæli Prótín 15% Kolvetni 0,5% Fita 15–20% Steinefni 4% Vatn 60–65%

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=