Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

Melting og öndun Við borðum og öndum frumnanna vegna 2 2.1 Næringarefnin verða að komast inn í frumurnar 2.2 Til hvers notum við fæðuna? 2.3 Meltingarkvillar 2.4 Leið súrefnis úr andrúmslofti til frumna 2.5 Öndunarfærin – varnir og sjúkdómar Við verðum að borða hollan mat og anda að okkur súrefni svo að frumurnar geti lifað og starfað. Hver maður borðar um það bil 40.000 kílógrömm af matvælum á ævi sinni. Það svarar til matvæla í farmi sjö flutningabíla. Skýringin á því að við stækkum ekki endalaust og verðum á stærð við hús er sú að frumur líkamans nota næringarefnin sem við látum í okkur og sundra mörgum þeirra. Á hverjum sólarhring öndum við að okkur þúsundum lítra af lofti til þess að fá nægilegt súrefni sem við þurfum lífsnauðsynlega á að halda. 1 Hvað heldur þú að frumurnar geri við allan þann mat sem við borðum? 2 Hvernig heldur þú að súrefni andrúmsloftsins geti borist til allra frumna líkamans? • hvað er í matnum sem við borðum • hvernig maturinn er brotinn niður þannig að hann komist inn í frumurnar • hvaða hlutverki hin ýmsu næringarefni gegna • hvers vegna við öndum og hvernig súrefni berst til frumna líkamans • svolítið um sjúkdóma sem geta herjað á meltingarfærin og öndunarfærin 17 Vöðvafrumur okkar þurfa bæði súrefni og næringarefni til þess að geta gegnt hlutverki sínu. Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=