Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

40105 Mannslíkaminn er í flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf náttúrunnar . Þetta efni er ætlað efstu bekkjum grunnskóla. Mannslíkaminn er í sjö köflum og fjallar um gerð og starfsemi líkama mannsins. Í upphafi er fjallað um frumur, minnstu lifandi byggingar- einingu lífvera, starfsemi þeirra og fjölbreytni. Síðan er umfjöllun um einstök líffæri og líffærakerfi og greint frá gerð þeirra og helstu verkefnum. Vakin er athygli á hvaða áhrif einstaklingar geta haft á starfsemi líkamans með heilbrigðu líferni. Lokakafli bókarinnar fjallar um vímuefni og áhrif þeirra á mannslíkamann. Kennarabók og verkefnablöð fylgja efninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=