Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

15 MANNSLÍKAMINN SAMANTEKT Sérhæfðar frumur • Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Sumar lífverur eru bara ein fruma. Í mannslíkamum eru tugþúsundir milljarða frumna. • Frumur fá þá orku sem þær þurfa við bruna. Orkan í glúkósa er losuð með hjálp súrefnis. Um leið myndast vatn og koltvíoxíð. glúkósi + súrefni ➝ koltvíoxíð + vatn + orka • Fruma er gerð úr mismunandi frumulíffærum sem gegna ólíkum hlutverkum. Frumukjarninn stjórnar nær allri starfsemi frumunnar. • Í lífverum, sem eru gerðar úr mörgum frumum, verða frumurnar að starfa saman. Í mannslíkamanum eru nokkur hundruð mismunandi gerðir af frumum sem eru sérhæfðar til að sinna ólíkum störfum. • Frumur af sömu gerð mynda vefi og þeir mynda svo mismunandi líffæri líkamans. • Allir vefir og öll líffæri myndast af stofnfrumum. Þetta eru upprunalegar og ósérhæfðar frumur og af þeim geta myndast margar gerðir sérhæfðra frumna. • Frumur skipta sér til þess að mynda nýjar frumur sem koma í stað þeirra sem deyja eða eru nýttar í vöxt líkamans. Hinar ýmsu gerðir frumna lifa mislengi. • Krabbamein myndast þegar tilteknar frumur fara að skipta sér stjórnlaust. Þá myndast hópur krabbameinsfrumna, æxli. Þessar frumur geta dreifst um líkamann og skemmt önnur líffæri. Til eru yfir 200 tegundir mismunandi krabbameina. • Tóbaksreykingar geta valdið margvíslegum krabbameinum. Líffærin starfa saman • Frumur af mismunandi gerðum og hin ýmsu líffæri verða að vinna saman til þess að líkaminn geti starfað sem ein heild. • Nokkur líffæri, sem starfa saman, kallast líffærakerfi. Meltingarfærin og öndunarfærin eru dæmi um líffærakerfi. • Samstarf frumnanna fer meðal annars fram með hjálp margvíslegra boða sem þær senda frá sér og berast til nálægra frumna og frumna í öðrum líkamshlutum. • Boðin eru meðal annars flutt milli frumnanna með mismunandi boðefnum sem berast með blóðinu. • Öll líffærakerfi hafa áhrif hvert á annað og þau laga sig að þörfum líkamans. Þegar við hlaupum eru til dæmis öndunarfærin og blóðrásarkerfið virkustu líffærakerfin. 1.1 1.2 Í frumunni eru mörg frumulíffæri. Frumur af sömu gerð mynda vef. Frumuskipting. Skilaboð berast með blóðinu. Líffæri líkamans starfa saman öllum stundum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=