Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

163 ORÐSKÝRINGAR skilningarvit : hæfileiki manns til að greina mismunandi áreiti í umhverfi sínu; það sem maður getur skynjað, til dæmis með augum, eyrum og bragðlaukum. skjaldkirtill : einn innkirtla líkamans, í framanverðum hálsinum, fyrir neðan barkakýlið. Skjaldkirtillinn myndar hormón sem stýrir meðal annars efna- skiptum líkamans. skyntaug : taug sem flytur boð frá skynfærum til mið- taugakerfisins. slagæð : æð sem flytur súrefnisríkt blóð frá hjarta. Slagæðar kvíslast og grennast sífellt og tengjast að lokum háræðum. sléttur vöðvi : sú gerð vöðva sem er í innri líffærum líkamans og lýtur stjórn ósjálfráða taugakerfisins. stoð- og hreyfikerfi : líffærakerfi sem gert er úr rákóttum vöðvum og beinum. Stoð- og hreyfikerfið ber uppi líkamann og gerir honum kleift að hreyfast. stofnfruma : ósérhæfð fruma í líkamanum sem getur skipt sér og orðið að sérstakri frumugerð. Í bein- mergnum eru til dæmis blóðstofnfrumur sem geta myndað allar gerðir blóðfrumna. sökk: mælikvarði á það hversu hratt rauðkorn sökkva til botns í glasi með fersku blóði á einni klukkustund. Mikill sökkhraði er vísbending um bólgu í líkam- anum, en hún fylgir mörgum sjúkdómum. taug : knippi eða strengur með mörgum taugasímum utan miðtaugakerfisins. taugaboð : boð sem berast eftir taugafrumum, frá gripl- um og eftir taugasíma til símaendans. Taugaboð geta vakið samdrátt í vöðva en líka valdið losun hormóns úr kirtli. Mörg taugaboð vekja einnig taugaboð í öðrum taugafrumum í heilanum. taugafruma (taugungur): fruma sem skiptist yfirleitt í griplur, frumubol og taugasíma og flytur taugaboð. taugakerfi : líffærakerfi sem skiptist í miðtaugakerfi (heila og mænu) og úttaugakerfi. Taugakerfið flytur boð til heilans frá skynfærum, bæði um ástandið í einstökum hlutum líkamans og í umhverfi líkamans, túlkar þær upplýsingar og ákveður viðbrögð við þeim. taugamót : tengipunktur, þar sem símaendi taugafrumu tengist annarri frumu, annaðhvort annarri tauga- frumu, vöðvafrumu eða kirtilfrumu. taugaviðbragð : ósjálfrátt og ómeðvitað viðbragð sem verður án þess að vilji komi þar við sögu. Sársaukaviðbragð er dæmi um taugaviðbragð, þá kippist tiltekinn líkamshluti frá óþægilegu áreiti án þess að nein hugsun liggi að baki. umfrymi : efni frumunnar utan frumukjarnans og innan frumuhimnunnar. Í umfryminu eru frumulíffærin. undirhúð (húðbeður): innsta lag húðarinnar, undir leðurhúðinni, að mestu úr lausum bandvef og fitu- frumum. Meginhluti fitunnar, sem líkaminn geymir, er í undirhúðinni og hún verndar líkamann gegn höggum og kulda. úrgangslosunarfæri : líffærakerfi sem losa líkamann við úrgangsefni. Nýrun og lifrin eru helstu líffærin í þessu líffærakerfi og líkaminn losnar við úrgangsefnin með þvagi og saur. úttaugakerfi : sá hluti taugakerfisins sem liggur utan heila og mænu. Úttaugakerfið flytur boð bæði inn til miðtaugakerfisins og frá því. vaxtarlag : neðsti hluti yfirhúðar. Þar er gríðarlega ör frumuskipting sem veldur því að stöðugt myndast nýjar húðfrumur sem koma í stað þeirra sem flagna af húðinni. vefur : hópur frumna af sömu gerð sem sinna sama starfi. vessaæð : æð sem tekur við vessa í vefjum líkamans og skilar honum í blóðrásina. Vessaæðarnar mynda sér- stakt æðakerfi sem nær til alls líkamans. vessi : vökvi sem myndast í vefjum líkamans og safnast í vessaæðarnar. viljastýrða taugakerfið : sá hluti taugakerfisins sem viljinn hefur vald á. yfirhúð : sjá húðþekja. þarmatotur : örsmáar totur sem klæða smáþarmana innan og auka yfirborð þeirra mjög. Í þarmatotunum eru grannar æðar sem taka upp næringarefni úr meltri fæðunni. þind : þunnur og flatur vefur úr vöðvum og bandvef sem skilur að brjósthol og kviðarhol. Þindin gegnir miklu hlutverki við öndun. æðakerfi : kerfi í líkamanum, sem er gert úr slagæðum, háræðum og bláæðum og heldur blóðinu, með hjálp hjartans, í stöðugri hringrás um líkamann. æxli : óeðlilegur frumuvöxtur í vef eða líffæri sem myndast þegar frumuskipting verður stjórnlaus og hömlulaus. Frumur geta losnað frá æxli og orðið að nýju æxli, svokölluðu meinvarpi. æxlunarfæri : kynfæri karla og kvenna sem eru sérhæfð til að búa til æxlunarfrumur og afkvæmi. öndunarfæri : líffærakerfi sem samanstendur af lungum og barka og þeim pípum sem flytja súrefni niður í lungun og koltvíoxíð til baka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=