Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

162 ORÐSKÝRINGAR kransæð : slagæð, sem flytur hjartanu súrefni og nær- ingu. kynhneigð : hvöt, sem veldur því að einstaklingar laðast að eða verður ástfangið af öðrum einstaklingum. kynkirtlar : kirtlar sem mynda kynfrumur líkamans. Eistun eru kynkirtlar karla og mynda sáðfrumur en eggjastokkar eru kynkirtlar kvenna og þar myndast eggfrumur. leðurhúð (leður): næstysta lag húðarinnar, undir húð- þekjunni. Leðurhúðin er æðarík og þar eru skynfæri húðarinnar og fitukirtlar sem smyrja húðina utan og halda henni mjúkri. leysikorn : frumulíffæri, sem safna í sig úrgangsefnum frumunnar og veita þeim út úr henni. litli heili (hnykill): aftasti hluti heilans sem stjórnar jafn- vægi líkamans og samstillir allar hreyfingar hans. líffærakerfi : kerfi gert úr nokkrum líffærum sem vinna saman og gegna sérstöku hlutverki í líkamanum. Af líffærakerfunum má nefna öndunarfærin, meltingar- færin, taugakerfið, hreyfikerfið og úrgangslosunar- færin. líffæri : starfseining í líkamanum, sem er gerð úr nokkr- um mismunandi vefjum og gegnir tilteknu hlutverki. Magi, hjarta, heili og nýru eru dæmi um líffæri. lungnablaðra : loftblaðra á enda grennstu berkjanna í lungum. Hver loftblaðra er úr þunnri himnu sem er með þéttu háræðaneti og þarna verða loftskipti þar sem blóðið tekur við súrefni úr öndunarloftinu en lætur frá sér koltvíoxíð. lungu : líffæri sem annast loftskipti í líkamanum. Í lung- unum flæðir súrefni úr öndunarloftinu og yfir í blóðið í háræðunum, en til baka flæðir koltvíoxíð sem losnar úr líkamanum við útöndun. meltingarfæri : líffærakerfi, sem nær frá munni til enda- þarmsops og hlutar fæðuna niður í sameindir sem eru teknar upp í blóðrásina. miðgróf (guli blettur): lítið svæði á sjónunni þar sem keilurnar eru þéttastar og myndin verður skörpust. miðtaugakerfi : sá hluti taugakerfisins sem heilinn og mænan mynda. mjölvi : fjölsykra í flokki kolvetna, er einkum í brauði, kartöflum og ávöxtum. Líkaminn meltir mjölva og hann klofnar niður í glúkósa (þrúgusykur). mótefni : sérhæfð, lífræn efni sem hvítkorn mynda og gegna hlutverki við varnir gegn sjúkdómum. mæna : líffæri sem myndar miðtaugakerfið ásamt heil- anum. Mænan er tæpur hálfur metri á lengd og liggur inni í holrúmi í hryggjarliðunum. Hún tengir heilann við alla hluta líkamans. netkorn (ríbósóm): frumulíffæri sem gegnir miklu hlut- verki við smíði prótína í frumunum. nýrnahetta : innkirtill sem er ofan á nýranu og myndar nokkur hormón, meðal annars adrenalín (streitu- hormónið). nýrungur : hreinsistöð nýrnanna. Í hvoru nýra er um það bil ein milljón nýrunga, í þeim myndast þvagið. nærsýni : sjóngalli sem stafar af því að augað er of langt og ljósgeislarnir verða skarpir framan við sjónuna. Dreifigler færir myndina aftar þannig að myndin verður skörp á sjónunni. offita : ástand sem lýsir sér með of miklum fituvef í líkamanum. Offita stafar oftast af því að of mikið er borðað af orkuríkri fæðu og líkamshreyfing er ónóg. ofnæmi : viðbrögð ónæmiskerfisins við efnum eða hlutum (til dæmis frjókornum) sem eru yfirleitt ekki hættuleg fyrir líkamann. okfruma : fyrsta fruma hvers einstaklings. Okfruman verður til þegar sáðfruma hefur frjóvgað eggfrumu. ónæmi : hæfileiki líkamans til að verjast framandi líf- verum (bakteríum og veirum) og efnum og eyða þeim eða fjarlægja áður en þau valda skaða. ónæmiskerfi : kerfi sem samanstendur af öllum frumum sem verja líkamann fyrir framandi lífverum (bakt- eríum og veirum) og efnum og eyða þeim áður en þau valda skaða. ósjálfráða taugakerfið : sá hluti taugakerfisins sem viljinn hefur ekki vald á. ósæð : stærsta æð líkamans. Ósæðin er slagæð sem liggur frá vinstra hvolfi hjartans og flytur súrefnisríkt blóð til allra hluta líkamans. Ósæðin nefnist líka meginæð. púls : regluleg víkkun og þrenging slagæða líkamans sem stafar af slætti hjartans. Slagæðarnar víkka þegar hjartað slær og dælir blóðinu út, en á milli dragast æðarnar saman. raddbönd : strengir úr bandvef í barkakýlinu. Þegar loft fer um raddböndin taka þau að titra og við það myndast hljóð. rauðkorn (rautt blóðkorn): ein þriggja gerða blóðkorna. Rauðkornin eru kjarnalaus og eru þynnst í miðjunni. Í rauðkornunum er blóðrauði, sem bindur súrefni, og hlutverk þeirra er að flytja súrefni frá lungum til ann- arra hluta líkamans. rauðkornamögnun : ólögleg aðferð, sem sumir íþrótta- menn nota til að bæta árangur sinn. rákóttur vöðvi : sú gerð vöðva sem er í beinagrindar­ vöðvunum. Rákóttir vöðvar lúta stjórn viljans. ríbósóm : sjá netkorn sími (taugasími): sá hluti taugafrumu sem flytur tauga- boð frá frumubol taugafrumunnar og til símaenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=