Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

161 ORÐSKÝRINGAR biluð nýru. Í gervinýranu eru tekin úrgangsefni og umframvatn úr blóðinu og blóðinu er síðan skilað hreinsuðu aftur inn í líkamann. gripla : þráður á taugafrumu sem sendir boð í átt að frumubolnum og þaðan berst boðið áfram út eftir taugasímanum. guli blettur : sjá miðgróf. harðsperrur : óþægindi (strengir) sem fólk finnur oft fyrir eftir að hafa reynt mikið á sig. Harðsperrur stafa einkum af því að vöðvafrumur skemmast við mikla áreynslu, einkum ef fólk er ekki í þjálfun. háræðar : örfínar æðar í líkamanum, milli slagæða og bláæða. Háræðarnar eru grennstu æðar líkamans og skipti á efnum fara fram gegnum veggi háræðanna, úr blóði og yfir í vefina og öfugt. heilabörkur : ysta lag stóra heila, um tveir til fjórir milli- metrar á þykkt. Þar eru frumubolir taugafrumnanna og þarna eru meðal annars heilastöðvar sem annast skynjun og hreyfingum líkamans er stjórnað þaðan. heiladauði : óafturkræft ástand þegar heilinn hefur orðið fyrir svo miklum skaða að hann er endanlega hættur að starfa þótt líkaminn sé enn starfandi og lifandi. heiladingull : örsmár innkirtill sem gengur niður úr heil- anum, á stærð við baun. Heiladingull stýrir hormóna- framleiðslu annarra kirtla og er því yfirkirtill líkamans. heilahimna : himna sem umlykur heilann og verndar hann. Heilahimnurnar eru þrjár og á milli þeirra er vökvi sem veitir einnig vernd, því að hann er eins konar höggvari. heilahvíta : innri hluti stóra heila, undir heilaberkinum. Þar eru taugaþræðir taugafrumna heilans. heilaköngull : innkirtill aftarlega í heila. Í heilaköngli myndast hormón, melatónín, sem talið er að geti átt þátt í að stýra dægursveiflum líkamans og svefni. heilastofn : neðsti hluti heilans sem tengir saman aðra hluta heilans og mænu. Í heilastofninum eru ýmsar stöðvar sem stjórna ósjálfráðri starfsemi líkamans, til dæmis öndun og blóðrás. heili : líffæri sem er helsta stjórnstöð líkamans og myndar miðtaugakerfið ásamt mænunni. Heilinn tekur við boðum (upplýsingum) frá skynfærunum, túlkar þau og ákveður viðbrögð líkamans við þeim. Hann sam- hæfir starf allra líffæra líkamans. heyrnarbein : örsmá bein innan við hljóðhimnu eyrans. Þegar hljóðhimnan fer að sveiflast vegna hljóð- bylgna, sem skella á henni, berst titringurinn yfir á heyrnarbeinin, hamar, steðja og ístað, og þaðan yfir á egglaga gluggann og inn í kuðunginn þar sem skyn- frumur greina titringinn og heilinn túlkar þær sem hljóð. hjarni : sjá stóri heili. hjartalokur : blöðkur í hjartanu, milli gátta og hvolfa, sem varna því að blóðið flæði aftur upp í gáttirnar þegar hvolfin dragast saman og dæla blóðinu út úr hjartanu. hjartavöðvi : sú gerð vöðva sem er eingöngu í hjartanu. Hjartavöðvinn er undir stjórn ósjálfráða tauga­ kerfisins. hnykill : sjá litli heili. holæð : önnur tveggja bláæða sem flytja súrefnis- snautt blóð frá líkamanum til hægri gáttar hjartans. Holæðarnar tvær eru stærstu bláæðar líkamans. hormón : lífræn efni, sem líkaminn myndar og berast með blóðinu. Hormón flytja boð frá einu líffæri til annars og hafa áhrif á starfsemi þeirra. hornlag : ysta lag húðþekjunnar, örþunnt og gert úr dauðum húðfrumum. hóstarkirtill : líffæri í brjóstholinu þar sem sumar teg- undir hvítkorna þroskast. Heitið hóstarkirtill er dregið af því að kirtillinn er undir hóstinni, sem er holan á bringunni ofan við bringubeinið. hreyfitaug : taug sem flytur boð frá miðtaugakerfinu og til vöðva eða kirtla. hryggþófi : mjúkur og fjaðrandi púði milli hryggjar- liðanna sem verndar hrygginn fyrir höggum og gerir hann sveigjanlegan. húðbeður : sjá undirhúð. húðin : ysta þekja líkamans sem verndar hann gegn hnjaski og varnar því að óæskileg efni komist inn í hann. Húðin skiptist í húðþekju, leðurhúð og undir- húð. húðþekja (yfirhúð): ysta lag húðarinnar, um 0,1 mm á þykkt víðast hvar. Hornlagið verndar húðina gegn hnjaski og gerir hana nánast vatnshelda. hvatberi : frumulíffæri þar sem frumuöndunin fer fram. Hvatberar eru oft kallaðir orkuver frumnanna. hvítkorn (hvítt blóðkorn): ein þriggja gerða blóðkorna. Hvítkornin eru af mörgum gerðum, en meginhlut- verk þeirra er að verjast bakteríum, veirum og öðrum óæskilegum hlutum í líkamanum. hvolf (slegill): annað af neðri hólfum hjartans. Hvolfin taka við blóði frá gáttum og dæla því til lungna (hægra hvolf) og annarra hluta líkamans (vinstra hvolf). innkirtlakerfi : líffærakerfi sem annast samhæfingu líkamans með því að láta hormón frá sér út í blóðið. krabbamein : sjúkdómur sem stafar af stjórnlausri frumuskiptingu í líffæri eða vef. Við frumuskiptinguna myndast æxli sem getur orðið mjög stórt og skaðað nálæg líffæri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=