Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

160 orðskýringar ORÐSKÝRINGAR Orðskýringar ABO-blóðflokkar : kerfi sem skiptir mönnum í mismun- andi flokka eftir eiginleikum blóðsins. Flokkarnir eru A-, B-, AB- og O-flokkur og þegar blóð er gefið verður að taka tillit til blóðflokks, bæði þess er gefur blóð og þess er þiggur það. átfruma : sérstök tegund hvítkorna sem gleypir bakteríur og aðrar skaðlegar agnir í líkamanum. beinagrind : stoðgrind úr beinum sem ber uppi líkam- ann og gerir hann hreyfanlegan. Ásamt vöðvunum myndar beinagrindin stoðkerfi líkamans. beinmergur (rauður og gulur): mjúkur, fituríkur vefur í holrúmunum í stórum beinum líkamans. Beinmergurinn skiptist í rauðan og gulan beinmerg. Í rauða mergnum (blóðmergnum) myndast öll blóð- korn líkamans; rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur, en guli mergurinn er aðallega fita. bláæð : æð, sem flytur súrefnissnautt blóð til hjartans. blindblettur : staður á innanverðu auganu þar sem sjón- taugin liggur út úr því; þar eru engar sjónfrumur og því skynjar þessi hluti augans enga mynd. blóðflaga : ein þriggja gerða blóðkorna. Blóðflögurnar gegna hlutverki við að græða sár. blóðfruma (blóðkorn): frumurnar í blóðinu; skiptast í rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Rauðkornin flytja súrefni um líkamann, hvítkorn sjá um varnir líkamans og blóðflögurnar um storknun blóðsins. blóðrauði (hemóglóbín): stór sameind úr prótíni sem inniheldur járnfrumeind og er í rauðkornum líkam- ans. Blóðrauði binst súrefni og flytur það frá lungum til allra frumna líkamans. blóðrásarkerfi : kerfi gert úr æðum, hjarta og blóði. Hlutverk þess er að halda blóðinu í hringrás um líkamann og flytja efni til frumnanna og frá þeim. blóðvökvi : vökvinn í blóðinu, að mestu leyti úr vatni, en í honum fljóta blóðkornin og hann inniheldur steinefni, sykur, prótín, fitu, hormón, mótefni og ýmis önnur efni. bólusetning : aðgerð þar sem óvirku smitefni (til dæmis óvirkum inflúensuveirum) er sprautað í líkamann. Hann bregst þá við eins og um smit væri að ræða og myndar mótefni gegn smitefninu og geymir upp- lýsingar um það. Þannig getur myndast ónæmi gegn þeim sjúkdómi sem smitefnið veldur alla jafna. bris : einn kirtla líkamans, aftan við magann. Í brisinu myndast insúlín og skortur á því veldur sykursýki. Brisið myndar einnig meltingarsafa sem stuðlar að sundrun fæðunnar. eitill : hnúður í vessaæðakerfinu sem síar og hreinsar vessann. Í eitlunum eru mörg hvítkorn sem taka þátt í sjúkdómsvörnum líkamans. ensím : stór sameind úr prótíni sem hraðar efnahvörfum í frumunum. Hvert ensím er sérhæft og hraðar aðeins einu eða fáum efnahvörfum. Sum ensím klippa niður sameindir en önnur raða efnum saman í stærri sam- eindir. Ensím eru lífrænir hvatar. fjarsýni : sjóngalli sem stafar af því að augað er of stutt og ljósgeislarnir verða skarpir aftan við sjónuna. Safngler færir myndina fram þannig að myndin verður skörp á sjónunni. fruma : minnsta sjálfstæða eining lífvera. Flestar lífverur eru gerðar úr aragrúa frumna en minnstu lífverur eru aðeins ein fruma. frumubolur : gildasti hluti taugafrumu (taugungs). Í honum er kjarni taugafrumunnar og frá bolnum liggur taugasíminn en griplur flytja boð í átt að frumubolnum. frumuhimna : örþunn himna sem umlykur og verndar hverja frumu. Frumuhimnan stjórnar því hvaða efni fara inn í frumuna og út úr henni. frumukjarni : frumulíffæri, sem er stjórnstöð frumunnar. Erfðaefnið er í frumukjarnanum og hann stýrir öllum störfum frumunnar. frumulíffæri : örsmá líffæri í frumum, yfirleitt klædd himnu. Hvert frumulíffæri gegnir sérstöku hlutverki í frumum. Nokkur helstu frumulíffærin eru frumu- kjarni, hvatberar, grænukorn (eingöngu í plöntu- frumum), leysikorn og netkorn (ríbósóm). frumuskipting (jafnskipting): ferli í frumum þar sem erfðaefni frumu tvöfaldast og síðan skiptist fruman í tvær nýjar frumur. Hvor fruman um sig hefur ná- kvæmlega eins erfðaefni og fruman sem skipti sér í upphafi. frumuöndun (bruni): efnahvörf, sem fara fram í hvat- berum frumnanna og losa orku úr glúkósa. Súrefni er nauðsynlegt hráefni við frumuöndun og í ferlinu breytist glúkósinn í koltvíoxíð og vatn. gall : vökvi, sem myndast í lifur og er geymdur í gall- blöðru. Gallblaðran losar gallið út í skeifugörn þar sem það er nauðsynlegt til að melta fituna í fæðunni. gangráður : lítið raftæki, sem komið er fyrir í líkamanum og gefur frá sér rafboð sem stjórna slætti hjartans þegar hjartabilun hefur orðið. gátt : annað af efri hólfum hjartans sem tekur við blóði frá lungum (vinstri gátt) og öðrum hlutum líkamans (hægri gátt). gervinýra : tæki sem hreinsar blóðið hjá sjúklingum með

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=