Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
159 VÍMUEFNI SAMANTEKT Maður er manns gaman. Líkaminn sem skotmark. Full gleði? Eiturlyf eru til í margs konar formi. Sniff er lífshættulegt. Hvað eru vímuefni? • Mannsheilinn er í senn nútímalegur og forneskjulegur. Nútímalegir hlutar heilans gera okkur að mönnum sem geta hugsað og fundið til margvíslegra tilfinninga. • Undir áhrifum vímuefna missir nútímalegi heilinn vald yfir gömlu og frumstæðu hlutum heilans. • Umbunarefni líkamans hafa þau áhrif að okkur líður vel þegar við höfum lokið við krefjandi verk. Vímuefni blekkja líkamann með því að herma eftir umbunarefnum hans. • Áhrif vímuefnis ráðast af tegund efnisins og skammtastærð og því hver þú ert og hvaða væntingar þú hefur fyrir fram. Tóbak drepur • Nikótín skapar strax mjög mikla fíkn. • Þegar tóbak brennur myndast tjara, koleinoxíð og mörg önnur skaðleg efni. Reykingar valda því alvarlegum sjúkdómum. Áfengi – vinur eða óvinur? • Etanól (spíri) er sú tegund alkóhóls sem er í bjór, léttu víni og sterku áfengi. • Metanól (tréspíri) er baneitrað efni. • Áfengi hefur skaðleg áhrif á frumuskiptingu í líkamanum. Fólk sem er enn að vaxa er því sérstaklega viðkvæmt fyrir áfengi. • Á löngum tíma skaðar áfengi líffæri og veldur líka geðrænum skaða. Eiturlyf – villandi, hættuleg og ólögleg • Flokkun eiturlyfja (ávana- og fíkniefna) er ákveðin með lögum. Sá sem fæst á einhvern hátt við eiturlyf á það á hættu að hljóta þunga refsingu. • Hass og marijúana eru unnin úr hampjurtinni. Þeir sem nota þessi efni verða oft gleymnir og hafa lítið úthald. • Ópíum, morfín og heróín kallast ópíöt. Neytendur efnanna deyja margir fyrir aldur fram. • Amfetamín og kókaín skapa sterka fíkn. Þau eru dæmi um örvandi efni. • Alsæla og LSD eru ofskynjunarefni. Það merkir að neytendur þeirra sjá og heyra ýmislegt sem er ekki raunverulegt. Sniff – lífshættuleg leið til vímu • Að sniffa – anda að sér gufum af ýmiss konar íðefnum – veldur alvarlegum skaða á heila. Sumir sniffarar deyja við fyrstu tilraun sína. 7.1 7.2 7.3 7.4 7.5
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=