Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

158 sniff – lífshættuleg ... 7.5 Sniff – lífshættuleg leið til vímu Lyktin getur blekkt Við viljum njóta þess sem lyktar vel. Lyktin af góðum mat vekur matar- lyst. Gamall og skemmdur matur er hins vegar hættulegur og lyktar illa. Þannig hefur lyktarskynið hjálpað mönnum að lifa af, að minnsta kosti fyrr á tímum. Nú eru til alls kyns efni sem blekkja lyktarskynið og lykta vel þótt þau séu hættuleg. Önnur efni eru svo algerlega lyktarlaus. Nefið getur því ekki greint allar hættur. Þeir sem sniffa eiga af sömu ástæðu erfitt með að átta sig á því hversu hættuleg sú iðja getur verið. Fyrsta sniffið getur orðið það síðasta Að sniffa – anda að sér gufum af ýmiss konar íðefn- um – veldur snöggri eitrun í heilanum. Hún getur í fyrstu skynjast sem eins konar víma en líðanin verður fljótt mjög óþægileg með svima og upp- köstum. Sniffarinn getur misst meðvitund og dáið þegar í stað ef illa fer og hjartað stöðvast. Sniffarinn getur líka kafnað í eigin ælu. Fyrsta sniffið getur því orðið það síðasta. Sniffarar verða oft árásargjarnir og þeir sjá eða heyra gjarnan furðulega hluti. Eftir að hafa sniffað fær fólk oft höfuðverk, það verður þreytt og geð- stirt. Mikilvæg líffæri geta orðið fyrir alvarlegum skaða, til dæmis heili, lifur og nýru. Sumir prófa sniff bara til þess að fá að vera með vinunum. Aðrir prófa það vegna þess að þeir eru vansælir eða þeir vilja sanna kjark sinn og þor. Sniff er lífshættuleg aðferð til þess að komast í vímu. Sá sem fær félaga sinn til þess að hætta að sniffa getur bjargað mannslífi. 1 Sniffari getur fljótt misst meðvitund. Hvers vegna gerist það? 2 Hvaða mikilvægu líffæri geta skaðast við sniff? 3 Lyktarskynið hefur lengi átt þátt í því að manninum tókst að lifa af. Útskýrðu það að lyktarskynið nægir ekki alltaf til þess að vara við hættum á þeim tímum sem við lifum. Sá sem sniffar getur misst meðvitund og dáið. Fyrsta sniffið getur orðið það síðasta. SJÁLFSPRÓF ÚR 7.5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=