Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

14 MANNSLÍKAMINN Líffærakerfin laga sig hvert að öðru Vegna þess að frumurnar geta „talað“ saman geta líffæri og líffærakerfi líkamans starfað saman og lagað sig að þörfum líkamans. Það sem gerist í einu líffæri getur haft áhrif á önnur líffæri í líkamanum. Þegar þú hleypur, til dæmis, þurfa vöðvafrum­ urnar meiri orku. Til að fá aukaorku þurfa þær að fá meira af súrefni og glúkósa. Öndunarvöðvarnir fá þá skilaboð um að leggja harðar að sér þannig að líkaminn fái meira súrefni út í blóðið. Um leið fá vöðvafrumur hjartans skilaboð um að auka starfsemina. Hjartað fer að slá hraðar þannig að meira blóði með súrefni og glúkósa er dælt til vöðvafrumnanna. Önnur líffæri, til dæmis maginn og þarmarnir, fá boð um að draga úr starfsemi sinni þannig að vöðv­ arnir fái nægilegt blóð og orku til sinna starfa. 1 Hvað kallast þau líffæri einu nafni sem gegna í sameiningu einu hlutverki? 2 Hvað er boðefni? 3 Lýstu nokkrum líffærakerfum líkamans og helstu hlutverkum þeirra. 4 Hvernig geta frumur sent boð til frumna í öðrum hlutum líkamans? 5 Nefndu nokkur dæmi um þau skilaboð sem tiltekin fruma getur sent öðrum frumum í líkamanum. Lýstu því hvernig mismunandi frumur, líffæri og líffærakerfi starfa saman þegar þú borðar. SJÁLFSPRÓF ÚR 1.2 Þegar þú hleypur starfa margar frumur í líkamanum saman án þess að þú þurfir að hugsa út í það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=