Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

157 VÍMUEFNI LSD getur breytt skynjun þannig að neytandinn sér hræðilegar ofsjónir sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. LSD og alsæla eru ofskynjunarlyf Ofskynjunarefni eru eiturlyf sem valda því að fólk sér, heyrir, skynjar og upplifir eitthvað sem er ekki til í raunveruleikanum. Alsæla og LSD tilheyra þessum flokki. Bæði efnin, sem eru tilbúin, breyta úrvinnslu og túlkun heilans á taugaboðum. Þeir sem neyta þessara efna taka gríðarlega áhættu, því þau geta bæði valdið geðrænum og líkamlegum skaða. LSD er stundum kallað „sýra“ og fæst í formi lítilla pappírsmiða eða sem töflur. Alsæla er seld sem lítil hylki eða töflur. Amfetamín – læknislyf sem varð að eiturlyfi Amfetamín er hvítt duft sem er ýmist tekið inn um munn, andað inn um nef eða því er sprautað í líkamann. Það var upphaf- lega notað sem lyf til þess að bæla matarlyst og örva líkamann. Fljótlega áttuðu menn sig á því að það var skaðlegt og skapaði fíkn. Amfetamín skapar kennd sem er eins og allt sé gefið í botn. Allt verður á fullum snúningi. Neytendur amfetamíns verða eirðarlausir, örir og oft árásargjarnir. LSD Vímu þess sem neytir LSD hefur verið lýst sem ógnvænlegri ferð um aðra veröld. Útilokað er að spá fyrir um það sem hendir þann sem neytir LSD. Skynjun lita, forma og tilfinninga breytist. Upplifunin getur verið allt frá því að vera þægileg og spennandi yfir í skelfilega hræðslu. Neytandinn skaðar oft sjálfan sig vegna þess að dómgreindin bregst algerlega. Í vímunni telur hann sig geta til dæmis stöðvað bíl með hendinni, að hann geti flogið eða gert eitthvað annað sem er óhugs- andi. Fólk, sem neytir LSD, hefur orðið fyrir alvarlegum persónuleika- breytingum sem geta varað ævina á enda. 1 Hvað eiga öll eiturlyf sameiginlegt? 2 Hvers konar eiturlyf eru amfetamín og kókaín? 3 Hvað kallast þau eiturlyf sem valda því að fólk sér og skynjar hluti sem eru ekki til? 4 Hvernig fæst hráópíum? 5 Hver eru helstu áhrif ópíata á þá semmisnota þessi efni? 6 Nefndu dæmi um afleiðingar af neyslu hass og marijúana. Það er hollt og skemmtilegt að gleyma sér í dansi og tónlist. Ef reynt er að gera upplifunina sterkari með vímuefnum er hætt við að ekkert bætist við nema aukin þreyta og skaði. SJÁLFSPRÓF ÚR 7.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=