Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

VÍMUEFNI Ópíumvalmúi hefur bæði kosti og galla. Efni unnin úr honum geta linað miklar þjáningar sjúklinga en eiturlyfjaneytendur stofna heilsu og jafnvel lífi sínu í stórkostlega hættu. Erfitt er að áætla hversu stóran skammt þarf til þess að ná vímuáhrifum. Örlítið of stór skammtur getur reynst banvænn. Ópíöt: ópíum, morfín og heróín Ópíum er unnið úr plöntu sem heitir því saklausa nafni draumsól . Hún er þó oft kölluð ópíumvalmúi. Í blóm- um plöntunnar myndast sterk eiturefni sem vernda fræin. Fræin sjálf eru hins vegar ekki eitruð, aðeins aldinin sem umlykja þau. Ef aldinin eru rispuð vætl- ar út mjólkurhvítur, eitraður safi. Hann þornar og dökknar og kallast þá hráópíum. Ópíum , morfín og heróín eru unnin úr hráópíumi. Þessi efni og fleiri þeim skyld, sem eru unnin úr ópíumvalmúa, kallast einu nafni ópíöt . Verkjastillandi lyf og skaðleg eiturlyf Morfín er notað við lækningar til að lina margvís- legan sársauka og verki. Sjúklingur, sem fær morfín í lækningaskyni, verður sjaldnast háður efninu. Það hjálpar honum hins vegar til þess að afbera mikinn sársauka, til dæmis eftir erfiðar skurðaðgerðir. Ópíötin eru líka notuð sem eiturlyf. Ópíum, morfín og heróín skapa fljótt sterka fíkn og hafa deyfandi og sljóvgandi áhrif á líkam- ann. Áhrifin veita þá tilfinningu að neytandinn sökkvi ofan í mjúka og bólstraða veröld þar sem áhyggjur eru ekki til. Sá sem neytir þessara efna verður sljór og sinnulaus. Eiturlyfin eru á margs konar formi, til dæmis duft, kristallar eða töflur. Þau eru ýmist reykt eða leyst upp í vökva sem er sprautað í líkamann. Ef tveir eða fleiri eiturlyfja- sjúklingar nota sömu sprautuna eiga þeir á hættu að smitast til dæmis af lifrarbólgu, alnæmi eða öðrum sjúkdómum sem smitast með blóði. Eiturlyfjasjúklingar verða líka næmari fyrir ýmsum öðrum sjúkdómum og margir þeirra verða utangarðsmenn í þjóðfélaginu. Margir deyja fyrir aldur fram. 155

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=