Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

154 VÍMUEFNI Kannabis veldur fíkn. Hvað lestu út úr orðum fíkilsins í bólunni hér fyrir ofan? Laufblöð og sprotar hampjurtarinnar (kannabisplöntunnar). Eiturefni plönt- unnar eru í mestum styrk í efstu sprotum plöntunnar. Það er viðleitni hennar til þess að vernda blómin og fræin. Marijúana og hass eru unnin úr hampjurtinni Hass og marijúana eru framleidd úr hampjurtinni (kannabisplönt- unni), Cannabis sativa , sem getur orðið nokkrir metrar á hæð. Nafnið hampjurt er þannig til komið að plantan hefur verið ræktuð í þús- undir ára vegna trefjanna, hamps- ins, sem voru og eru notaðar í snæri og kaðla. Menn uppgötvuðu líka snemma að úr henni mátti vinna vímuefni. Efstu sprotar hampjurtarinnar eru með klístruðum hárum sem eru mettuð af eitruðum safa. Þau veita góða vernd gegn skordýrum. Þessi eitraði safi er líka í laufblöðunum. Hass er þurrkaður plöntusafi (kvoða) sem er mótaður í kökur. Marijúana er þurrkuð og möluð laufblöð og blómsprotar plöntunnar. Styrkur eiturefnisins er mjög breytilegur, bæði í hassi og marijúana. Lúmskt vímuefni Þeir sem reykja eða taka inn þetta eitur, sem ver plöntuna gegn skordýrum, verða fyrir margvíslegum áhrifum. Eituráhrifin geta stundum verið þægileg víma en geta líka lýst sér með mikilli vanlíðan. Stundum er víman væg en hún getur líka komið fram sem mjög sterk áhrif sem vekja hræðslu. Engin leið er að segja fyrir um það hvort muni gerast. Þetta eiturefni hefur líka önnur lúmsk áhrif. Eiturefnið í hampjurtinni heitir tetrahýdrólkan- nabínól og það sest fyrir í fituríkum vefjum líkamans, til dæmis í heilanum . Þeir sem neyta hass eða marijúana verða oft þreyttir og gleymnir, líkamshreyfingar verða hægar og illa samstilltar og kæruleysi eða sinnuleysi verður áberandi í fari þeirra. Þetta stafar af því að fíkni- efnið hefur áhrif í líkamanum löngu eftir að víman er horfin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=