Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
153 VÍMUEFNI Baráttan gegn eiturlyfjum Eiturlyf hafa alltaf tengst glæpastarfsemi, miklum sögusögnum, svörtum peningum, draumum um vellystingar, vopnasölu, of- beldi og dapurlegum örlögum. Margir fátækir bændur eiga engan annan kost en rækta eiturlyfjaplöntur til þess að afla fjár og draga fram lífið. Minnst af því fé, sem eiturlyfjakaupendur leggja fram, verður þessum fátæku bændum þó að gagni. Meginhluti fjármun- anna lendir í vösum glæpaklíknanna sem stjórna viðskiptunum. Nauðsynlegt er að setja lög til þess að vernda okkur gegn eiturlyfjum. Lögunum er ætlað að gera það erfitt að eiga við- skipti með eiturlyf og nota þau. Í íslenskum lögum segir að varsla og meðferð ávana- og fíkniefna (eiturlyfja) sé óheimil á íslensku forráðasvæði. Flokkun eiturlyfja tekur breytingum og efni, sem voru leyfð í fyrstu, geta verið sett í flokk eiturlyfja ef í ljós kemur að þau eru misnotuð sem eiturlyf. Þeir sem selja eiturlyf reyna stöðugt að þróa nýjar tegundir og koma þeim í dreifingu. Sterk tengsl eru milli eiturlyfja, vopnasölu og glæpastarfsemi. Hér gætir vopnaður maður valmúaakurs.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=