Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

152 eiturlyf ... 7.4 Hvað er eiturlyf? Öll eiturlyf eiga það sameiginlegt að hafa mikil áhrif á bæði vitund og til- finningar fólks. Þeir sem neyta eitur- lyfja verða auðveldlega háðir þeim og geta orðið fyrir margvíslegum skaða. Í fyrstu geta eiturlyf kallað fram já- kvæða reynslu og upplifun. Í ljósi þess verður kannski erfitt að trúa öllum varnaðarorðunum um skaðsemi eitur- lyfja. Þegar einhver sannfærist um að þau orð séu sönn má vera að hann sé þegar orðinn eiturlyfjafíkill, að hann sé þegar orðinn háður þessum efnum. Lögleg og ólögleg vímuefni Sum vímuefni, til dæmis áfengi og tóbak, eru leyfð í samfélagi okkar. Þessi vímuefni eru lögleg . Þess má þó geta að áfengi var bannað með lögum á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Önnur vímuefni en tóbak og áfengi kallast eiturlyf og eru bönnuð sam- kvæmt lögum, þau eru ólögleg . Allar tegundir eiturlyfja eru ólöglegar. Sum þessara efna eru þó notuð til lækninga og um þá notkun gilda sérstök lög. Öll önnur notkun og meðferð þessara efna er bönnuð með lögum. Hættulegir samfundir: eiturlyfið, seljandinn og kaupandinn. Eiturlyf eru í margvíslegu formi. Útilokað er að ráða í styrk þeirra og tegund út frá útliti þeirra, bragði og lykt. Eiturlyf – villandi, hættuleg og ólögleg § Helstu ákvæði í lögum Hér eru nokkrir mikilvægir punktar úr lögum um ávana- og fíkniefni. § Varsla og meðferð ávana- og fíkniefna er óheimil á íslensku forráðasvæði. § Innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla ávana- og fíkniefna er bannaður. § Inn- og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla og varsla tækja, hluta eða efna til notkunar við ólöglega ræktun, framleiðslu eða tilbúning ávana- og fíkniefna er bönnuð. § Heimilt er að gera upptækt til ríkissjóðs andvirði ólögmætrar sölu ávana- og fíkniefna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=