Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

Ólíkt hafast menn að Sá sem þjálfar líkama sinn óhóflega mikið er eigin- lega þjálfunarfíkill, því að hegðunin er að hluta til svipuð og hjá eiturlyfjafíkli. Þjálfunin gengur fyrir öllu. Hún verður aðferð til þess að finna til nautnar og stjórna bæði sjálfum sér og umhverfinu. Sá sem fær ekki sinn skammt af þjálfun fær fráhvarfsein- kenni og verður órólegur og geðstirður. Þjálfunarfíkillinn fær sitt kikk með eigin umbunarefnum heilans. Eiturlyfjasjúklingurinn fær sitt kikk hins vegar með eiturlyfjum. Upplifunin, kikkið, er kölluð fram í heilanum. Helsti munurinn er sá að eiturlyfjasjúklingurinn hefur valið ólöglega leið og notar efni sem valda alvarlegum skaða – bæði líkamlegum, geðrænum og félagslegum – en þjálfunarfíkillinn fær sitt kikk oftast án áhættu, með því einu að leggja mikið á sig. Erfitt, en ekki óyfirstíganlegt Reykingamenn, áfengissjúklingar og eiturlyfja- sjúklingar geta látið af óvana sínum. Sumum tekst það með eigin viljastyrk, en aðrir fá hjálp og stuðning til þess frá aðstandendum sínum eða ýmiss konar heilbrigðisstofnunum. Meira að segja þeir sem verða háðir spilum geta þurft aðstoð til þess að losna undan fíkn sinni, rétt eins og eiturlyfjasjúklingar þurfa hjálp til að losna undan sinni fíkn. 151

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=