Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

Um kikk Orðið kikk er upphaflega slangur úr eiturlyfjaheiminum. Því er ætlað að lýsa sterkri og skyndilegri vellíðan, ánægjublossa. Þeirri upplifun sem eiturlyfjasjúklingar freista þess að ná með hjálp eiturlyfjanna. Nú er orðið einnig notað í margvíslegu samhengi til þess að lýsa ánægjulegri reynslu sem allir geta orðið fyrir – án vímu- efna! Hvernig sem „kikkið“ er til komið verða hvers kyns leiðindi í öllum tilvikum fjarri okkur og við höfum engar áhyggjur af framtíðinni. Allt verður eitt heljarstórt HÉR og NÚ! Kikkið myndast í heilanum Heilinn getur kallað fram eigið kikk. Það kemur fram þegar hann verður fyrir upplifun og reynslu sem vek- ur ánægju og gleði. Hann endurgeldur það með því að láta frá sér umbunarefnin sem örva taugakerfið þannig að það kallar fram þessa ánægjulegu kennd, kikk. Þessi tegund af kikki, sem heilinn kallar fram með hættulausum„vímuefnum ‟ sem hann framleiðir sjálfur, er algerlega skaðlaus. Hún er hluti af kerfi líkamans sem tengist því að lifa af og fær okkur til að muna eftir því sem vekur vellíðan og vekur löngun til þess að endurtaka það. Sá sem fær sitt kikk með því að verða ástfanginn, renna sér á snjóbretti, fara í teygjustökk, kaupa hlut sem hefur verið lengi á óskalistanum, skokka eða sjá fótboltaliðið sitt vinna úrslitaleik þarf tæplega nokkra hjálp. Hann verður sjálfsagt hvorki sér né öðrum til mikilla vandræða. Sterk bein og góðir dagar Stundum hættir okkur til þess að vera of gjörn á að gera það sem veitir sjálfum okkur kikk. Þá skapast sú hætta að við verð- um háð því sem gefur kikkið. Það getur verið nánast hvað sem er – sætindi, líkamleg áreynsla, mikil spenna, spil, kaup á nýju dóti eða að sjá sjaldgæfan fugl. Hvort það sem við föllum fyrir þróast í jákvæða átt, sterkan vana eða raunverulegt vandamál getur ráðist af mörgu, allt frá erfðum til óheppilegra kringum- stæðna. Hér á við gamall málsháttur sem segir: það þarf sterk bein til að þola góða daga. 150 Í BRENNIDEPLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=