Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

149 VÍMUEFNI Skaði af völdum langvarandi áfengisneyslu Þótt við vitum að áfengi skaðar líkamann er ef til vill erfitt að trúa því. Margir drekka áfengi og finnst þeim líða bærilega þrátt fyrir það. Rannsóknir hafa sýnt að fólk, sem er komið undir sextugt, fær síður hjarta- og æðasjúkdóma ef það drekkur svolítið áfengi (einkum rauð- vín) á hverjum degi. Meiri drykkja hefur hins vegar í för með sér aukna hættu á dæmigerðum skaða af völdum áfengisneyslu. Áfengi er ekki lyf. Ítrekuð neysla áfengis getur haft skaðleg áhrif á mörg líffæri. Skaðlegu áhrifin eru lævís og þegar þau koma loks í ljós getur verið of seint að gera nokkuð við þeim. Lifrarfrumur skemmast og þær fyll- ast af fitu eða þær deyja. Æðar geta rifnað. Hjartað starfar verr. Brisið og taugakerfið verða fyrir skaða. Hæfileikinn til þess að hugsa, bregð­ ast við og skynja breytist. Afleiðingarnar geta líka komið fram sem gleymska, óróleiki, kvíði og geðsjúkdómar. Ofdrykkja bitnar á mörgum Fólk, sem misnotar áfengi, er haldið áfengissýki og sá sjúkdómur skapar oft mikinn vanda. Sá vandi er ekki bara neytandans heldur allra sem tengjast honum. Fjölskylda og vinir áfengissjúklings eru stöðugt áhyggjufull og reyna eftir mætti að greiða úr þeim vanda sem sá sjúki skapar með drykkju sinni. Ofdrykkjan bitnar á maka, börnum, for- eldrum, systkinum, vinum, vinnufélögum og vinnuveitendum, öllum sem áfengissjúklingurinn umgengst. Þeim sem tekst að láta af misnotk- un áfengis tekst því ekki bara að hjálpa sjálfum sér heldur líka öllum hinum. 1 Nefndu tvær einföldustu tegundir alkóhóls. 2 Hvert er efnafræðilega heitið á því alkóhóli sem er í brenndu víni, léttu víni og bjór? 3 Hvers vegna er líkami þeirra sem eru að vaxa sérlega viðkvæmur fyrir skaðlegum áhrifum áfengis? 4 Hvernig tengjast gersveppir, sykur og áfengi? 5 Hvaða áhrif hefur áfengi á lifrina? 6 Hvers vegna getur það virst ólíklegt að áfengi geti verið skaðlegt? 7 Hvers vegna er rangt að halda því fram að misnotkun áfengis sé eingöngu vandamál þess semmisnotar það? Áfengisneysla: tifandi tímasprengja? SJÁLFSPRÓF ÚR 7.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=